Að hverju ertu að leita? Veldu þér flokk hér að ofan.

Á mínum síðum hjá þínum lífeyrissjóði getur þú séð réttindi hjá öllum lífeyrissjóðum. 
Þeir sem eru ekki með íslensk rafræn skilríki geta hringt í síma 5636400 eða sent fyrirspurn á lifeyrir@greidslustofa.is 

Ellilífeyrir

  • Þarf ég að sækja um lífeyri?

    Já, það þarf að sækja um lífeyri hjá lífeyrissjóðunum. Ef sjóðfélagi á rétt á lífeyri er nægjanlegt að sækja um lífeyri til þess sjóðs sem greitt var til síðast eða hjá þeim sjóði, sem sjóðfélaginn á mest réttindi hjá. Sjóðurinn sendir umsóknina áfram til annarra sjóða sé þess óskað.

  • Hver er munurinn á ellilífeyri úr almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðum?

    Réttindi þín í lífeyrissjóðum miðast við greidd iðgjöld á starfsævinni.

    Almannatryggingakerfinu er ætlað að tryggja ákveðinn lágmarkslífeyri.

    Öllum á vinnumarkaði er skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði. Starfsfólk greiðir hundraðshluta af launum sínum og launagreiðendur greiða mótframlag.

    Ef einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði og þar af leiðandi greitt mjög lítið eða ekki neitt í lífeyrissjóð, hleypur almannatryggingakerfið undir bagga.

    Nánari upplýsingar um almannatryggingar má finna á heimasíðu Tryggingastofnunar.

  • Hvernig reglur gilda um skiptingu ellilífeyrisréttinda?

    Heimilt er að skipta ellilífeyrisréttindum með maka/sambúðaraðila.  Skiptingin á þá að vera gagnkvæm.
    Það þýðir að hjón eða sambúðarfólk skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna.

    Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna/sambúðarfólks nær þó aðeins til þeirra réttinda sem hafa áunnist/munu ávinnast á meðan hjúskap eða sambúið  varir. Heimildin nær til allt að helmings lífeyrisréttindanna. 

    Hægt er að skipta lífeyrisréttindunum með eftirfarandi hætti:

    • Skipta þeim ellilífeyrisgreiðslum sem þegar eru hafnar.
    • Skipta áunnum ellilífeyrisréttindum, enda sé það gert í síðasta lagi áður en sjóðfélaginn hefur náð 65 ára aldri.
    • Skipta framtíðarréttindum, þ.e. þeirra ellilífeyrisréttinda sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert.

    Mikilvægt er að fá upplýsingar og leiðsögn hjá lífeyrissjóði áður en ellilífeyrisréttindum er skipt. 

  • Hvenær get ég byrjað að taka út lífeyri úr lífeyrissjóði?

    Það er nokkuð breytilegt eftir sjóðum en almenna reglan er að hægt sé að hefja töku lífeyris á aldrinum 62 til 70 ára. Í sumum tilvikum er heimilt að hefja töku enn fyrr eða við 60 ára aldur. Lífeyrir er greiddur út mánaðarlega með jöfnum greiðslum til æviloka. Lífeyristökualdur er ekki sá sami hjá öllum lífeyrissjóðum en flestir miða við 67 ár.

    Hægt er að flýta eða fresta töku lífeyris, oftast frá 62 ára aldri en nokkuð misjafnt er hvað unnt er að fresta töku lengi. Mánaðarlegar greiðslur lækka eða hækka í samræmi við flýtingu eða frestun á töku lífeyris. Ef sjóðfélagi flýtir töku lífeyris fær hann lægri greiðslur á mánuði, en í lengri tíma og ef hann seinkar töku lífeyris fær hann hærri greiðslur mánaðarlega í skemmri tíma.

    Það ræðst af því hvað sjóðfélaginn lifir lengi hvort hann hagnast eða tapar á þeirri ákvörðun sinni að taka lífeyrinn fyrr eða seinna.

  • Fæ ég ellilífeyri úr almannatryggingakerfinu þótt ég hafi aflað mér réttinda í lífeyrissjóðum?

    Greiðslur frá lífeyrissjóðum geta haft áhrif á réttindi almannatrygginga. Samspil almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóðanna getur verið talsvert flókið, þar sem lífeyrisgreiðslur, atvinnutekjur og fjármagnstekjur geta skert greiðslur almannatrygginga.

    Nánari upplýsingar um réttindi almannatryggingakerfisins má finna á vef Tryggingastofnunar ríkisins, þar er einnig reiknivél lífeyris þar sem hægt er að skoða réttindi miðað við mismunandi forsendur reiknivél lífeyris hjá TR 

  • Er hægt að skipta lífeyrissréttindum milli hjóna og sambúðarfólks?

    Já, það er hægt skipta ellilífeyrisréttindum en skipting tekur ekki til örorku- maka- og barnalífeyris. Hægt er að skipta þegar áunnum réttindum og/eða framtíðarréttindum.

    Skipting ellilífeyrisréttinda tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap eða óvígðri sambúð.

    Skipting ellilífeyrisréttinda skal fela í sér gagnkvæma skiptingu sem skal vera jöfn, þ.e.a.s. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttindum sínum.

    Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda skal eiga sér stað áður en taka ellilífeyris hefst.

    Heimilt er að skipta allt að helmingi ellilífeyrisréttinda.

  • Hafa fjármagnstekjur áhrif á upphæð ellilífeyris úr lífeyrissjóðum?

    Nei. Greiðslur sem þú færð frá lífeyrissjóðum og hafa áunnist með iðgjaldagreiðslum lækka ekki þótt þú hafir aðrar tekjur við starfslok, t.d. launa-, fjármagns- eða leigutekjur.

    Hins vegar eru greiðslur ellilífeyris úr almannatryggingakerfinu háðar öðrum tekjum s.s. greiðslum frá lífeyrissjóðum. Þannig getur ellilífeyrir lífeyrissjóða lækkað greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.

  • Hafa tekjur maka áhrif á upphæð ellilífeyris úr lífeyrissjóðum?

    Nei, ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum er óháður öllum tekjum og tekur aðeins mið af greiddum iðgjöldum sjóðfélaga í lífeyrissjóði.

Erlendir ríkisborgarar

  • Þurfa erlendir ríkisborgarar að greiða iðgjöld í lífeyrissjóði?

    Þeir erlendir ríkisborgarar sem fá greidd laun hér á landi greiða í lífeyrissjóð eftir sömu reglum og íslenskir ríkisborgarar, samkvæmt íslensku lífeyrissjóðalögunum. Undantekning frá þessu er þegar erlendur ríkisborgari á EES- svæðinu er starfsmaður erlends fyrirtækis í takmarkaðan tíma og hefur svokallað E-101 vottorð frá heimalandi sínu. Þá nýtur hann tryggingar samkvæmt almannatryggingalöggjöf síns heimaríkis.

  • Hvað verður um iðgjöld erlendra ríkisborgara þegar þeir flytja heim aftur?

    Þegar milliríkjasamningur er til staðar er ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld til erlendra ríkisborgara þegar þeir flytja frá Íslandi.

    Ísland er nú þegar með milliríkjasamninga við yfir þrjátíu ríki sem hér verða nefnd samningsríki. Samningsríkin eru Bandaríkin, Kanada, Bretland og EES ríkin, auk Sviss þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin.

    Brexit - samningur er til staðar

    Samningur Íslands, Liechtenstein og Noregs við Bretland um samræmingu almannatrygginga sem undirritaður var sumarið 2023 tók formlega
    gildi 1. janúar 2024. Hann kveður á um framtíðarfyrirkomulag réttinda á sviði almannatrygginga, aðallega hvað varðar lífeyrisréttindi og sjúkratryggingar þeirra sem ferðast eða flytjast milli landanna.

    Ef milliríkjasamningur er ekki til staðar 

    Þá er endurgreitt framlag sjóðfélaga og launagreiðanda, án vaxta en með verðbótum. Ef sjóðfélagi hefur öðlast svokallaðan rétt á framreikningi örorku (venjulega eftir 3 ár) getur endurgreiðsluhlutfallið lækkað.

Flutningur á milli landa

Það er að mörgu að hyggja þegar fólk flytur milli landa. 

  • Í hvaða tilfellum geta erlendir ríkisborgarar fengið iðgjöld endurgreidd við brottflutning frá Íslandi?

    Samkvæmt 4. mgr. 19. gr. laga nr. 129/1997 er heimilt að endurgreiða iðgjöld erlendra ríkisborgara við brottflutning frá Íslandi að því gefnu að það sé ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. 

    Ísland er nú þegar með milliríkjasamninga við yfir þrjátíu ríki sem hér verða nefnd samningsríki. Samningsríkin eru Bandaríkin, Kanada, Bretland og EES ríkin, auk Sviss þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin.  

    • EFTA ríkin eru Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss vegna aðildar sinnar að Vadus samningi við EFTA ríkin. 
    • ESB ríkin eru Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur (gríski hlutinn), Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland. Ungverjaland, Þýskaland.

    Sá sem er með ríkisborgararétt í samningsríki, getur ekki sótt um endurgreiðslu iðgjalda vegna brottflutnings frá Íslandi. Ef einstaklingur er með ríkisfang í tveimur eða fleiri löndum er ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld nema bæði eða öll ríkisföng séu utan samningsríkja.

    Samningur við Bretland um réttindi á sviði almannatrygginga tók gildi 1. janúar 2024.

    Samningar á milli landa nánar á heimasíðu tr.is 

    • Hvaða áhrif hefur Brexit á breska ríkisborgara sem eiga réttindi hjá lífeyrissjóðum á Íslandi?
      •  Áunnin réttindi hjá lífeyrissjóðum á Íslandi fyrir Brexit eru geymd réttindi hjá lífeyrissjóðunum og greiðast út samkvæmt þeim lögum sem giltu til 1. janúar 2021 þ.e. fyrir útgöngu (það var gerður útgöngusamningur milli Íslands og Bretlands sem tók á þessu) - sjá nánar hér 
      • Áunnin réttindi hjá breskum ríkisborgurum eftir 1. janúar 2021 er hægt að sækja um að fá greitt út, þar sem Bretland er ekki lengur hluti af EES samningnum. 

       

       

  • Réttindi í fleiri en einu landi?

    Þeir sem búa á Íslandi og eiga möguleg lífeyrisréttindi erlendis sækja um í gegnum Tryggingastofnun sem er tengistofnun á Íslandi við aðrar sambærilegar stofnanir erlendis.  Tryggingastofnun sendir umsókn áfram til viðeigandi stofnunar erlendis og annast samskipti við stofnunina. Heimasíða TR

    Ísland hefur gert milliríkjasamninga við önnur ríki og annast þá Tryggingastofnun samskipti við sambærilegar tengistofnanir erlendis. Upplýsingar um ESS samninginn sem Ísland er hluti af og fleiri milliríkjasamninga má nálgast hér. 

    Innan EES landanna og þeirra ríkja sem Ísland hefur gert milliríkjasamninga er ferlið þannig að ef einstaklingur býr erlendis og á möguleg réttindi á Íslandi þá hefur hann samband við tengistofnun Tryggingastofnunar í  viðkomandi landi.  Dæmi;  ef einstaklingur býr í Svíþjóð þá hefur hann samband við Pensionsmyndigheten ef hann ætlar að sækja um t.d. ellilífeyri á Íslandi. Pensionsmyndigheten sem er sambærileg stofnun og TR sendir umsóknina til TR sem framsendir síðan umsóknina áfram til lífeyrissjóða á Íslandi.  

    Samningur er til staðar við Bretland sem felur í sér að meðhöndla ber réttindi breskra ríkisborgara í lífeyrissjóðum með sama hætti og ríkisborgara innan EES-svæðisins. Því er eigi heimilt að endurgreiða lífeyrissjóðsiðgjöld til breskra ríkisborgara við flutning úr landi.

    Myndband um samvinnu milli landa innan Evrópu  

  • Get ég misst einhver réttindi við flutning milli landa?

    Réttur til svokallaðs framreiknings á örorkulífeyri fellur niður á einu ári eftir flutning ásamt barnalífeyri. Hafi sjóðfélagi unnið sér inn rétt til framreiknings við brottflutning frá landinu tekur það sex mánuði að virkja þau réttindi aftur eftir að iðgjaldagreiðslur hefjast að nýju.

  • Hvað gerist þegar ég hætti að greiða í lífeyrissjóð hér heima t.d. vegna náms eða búsetu erlendis?

    Þú heldur áunnum réttindum en missir rétt á framreikningi örorkulífeyris. Því kann að vera ráðlegt að skoða með viðbótartryggingar. 

  • Starfi ég erlendis, ber mér þá að greiða í lífeyrissjóð þar?

    Það fer eftir lögum og reglum í viðkomandi löndum. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur dvalarlands og hvort nauðsynlegt kunni að vera að fá sér viðbótartryggingar.

  • Starfi ég erlendis, get ég átt val um að greiða í íslenskan lífeyrissjóð?

    Hægt er að gera það en vegna skattareglna borgar sig almennt ekki að greiða í lífeyrissjóð á Íslandi meðan dvalið er erlendis. Á Íslandi er iðgjald frádráttarbært frá skatti og tekjuskattur greiddur við útgreiðslu lífeyris. Því er ákveðin hætta á tvísköttun.

     

Fræðslumál

Landssamtökin bjóða upp á fræðslu um lífeyrismál sem kallast Lífeyrisvit nánar um fræðslu hér.

 

 

 

  • Er hægt að fá kynningu um lífeyrismál?

    Já, það er hægt með því panta fræðslu hér.  

    Fræðslan nefnist Lífeyrisvit og er almenn fræðsla um lífeyrismál ætluð fyrirtækjum, stofnunum og öðrum áhugasömum þeim að kostnaðarlausu.



Hálfur lífeyrir

Hálfur lífeyrir veitir aukinn sveigjanleika við starfslok. 

  • Er heimilt að taka hálfan ellilífeyri?

    Heimilt er að sækja um 50% ellilífeyri hjá Tryggingastofnun (TR) á móti 50% lífeyri hjá lífeyrissjóðum frá 65 ára aldri gegn ákveðnum skilyrðum. Eitt af skilyrðunum er að viðkomandi sé virkur á vinnumarkaði en þó ekki meira en í hálfu starfi. Nánar um hálfan ellilífeyri hér

Kaup á fyrstu íbúð

  • Hvernig nýtist viðbótarlífeyrissparnaður við kaup á fyrstu íbúð?

      • Fyrstu kaupendur geta notað viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun, greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.
      • Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund. 
      • Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.
      • Sótt er um á vefsíðu Skattsins skattur.is 
      • Rétthafi viðbótarlífeyrissparnaðar sem hefur ekki verið eigandi að íbúðarhúsnæði, síðastliðin fimm ár, er einnig heimilt að nýta sér úrræði laga nr. 111/2016 að uppfylltum öðrum skilyrðum þeirra. 
  • Nýtist viðbótarlífeyrissparnaðurinn bara fyrir útborgun?

    Nei, viðbótarlífeyrissparnaðurinn nýtist einnig til að greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

  • Er einhver hámarksfjárhæð vegna kaupa á fyrstu íbúð?

    Já, hámarksfjárhæð á hvern einstakling er 500 þúsund krónur á ári, samfleytt í 10 ár.

  • Er hægt að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða niður sjóðfélagalán?

    Í gildi er tímabundin heimild til 31. des. 2024 til að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán, 500 þúsund kr. á ári fyrir einstakling og 750 þúsund fyrir hjón og sambúðarfólk. 

    Við kaup á fyrstu íbúð geta einstaklingar notað viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á húsnæðislán eða nýtt það sem útborgun. Þeir geta einnig farið blandaða leið.

    Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund.

    Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.

    Sótt er um hér skattur.is 

  • Hvernig er hægt að nýta tilgreinda séreign til kaupa á fyrstu fasteign?

    Hægt er að nýta tilgreinda séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu íbúð gegn uppfylltum tilteknum skilyrðum. Lífeyrissjóðurinn þinn veitir nánari upplýsingar. 

Lífeyrissjóðurinn minn

Lífeyrissjóðurinn þinn gegnir þrenns konar hlutverki fyrir þig:

  • Af hverju þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?

    Á Íslandi er skyldubundið samtryggingarkerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur 4% af heildarlaunum.

    Launagreiðandi þinn greiðir að lágmarki á móti þér 11,5% af heildarlaunum þínum. 

    Sjóðfélagar teljast allir þeir einstaklingar sem greiða eða hafa greitt iðgjald til viðkomandi lífeyrissjóðs.

    Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum sínum ellilífeyri til æviloka auk þess að verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku (örorku- og barnalífeyrir) og andláts (maka- og barnalífeyrir).

    • Get ég valið lífeyrissjóð?

      Í einhverjum tilfellum er hægt að velja um lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum og/eða sérlögum ef við á.

  • Hversu mikið er greitt í lífeyrissjóð?

    Samkvæmt lögum ber að greiða að lágmarki 15,5% í lífeyrissjóð (4% + 11,5%).

    Að auki kjósa margir að greiða í viðbótarlífeyrissparnað 2% eða 4% og fá þá 2% framlag frá atvinnurekanda.

  • Get ég valið mér lífeyrissjóð?

    Aðild að lífeyrissjóði fer eftir viðkomandi kjarasamningi og/eða sérlögum ef við á. Ef kjarasamningur þinn tekur ekki til viðkomandi starfssviðs eða ef ráðningarsamningur þinn er ekki byggður á kjarasamningi getur þú valið þér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa.

    Reglur einstakra lífeyrissjóða leyfa ekki aðild hvers sem er. Þannig er því til dæmis varið með lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.

    Hér eru upplýsingar um alla lífeyrissjóði 

  • Hver er ávinningurinn af því að greiða í lífeyrissjóð?

    • Ellilífeyrir til æviloka.
    • Örorku- og barnalífeyrir ef sjóðfélagi missir starfsgetu og verður fyrir sannanlegum tekjumissi vegna veikinda eða slyss.
    • Maka- og barnalífeyrir er greiddur til maka og barna við fráfall sjóðfélaga.
    • Möguleiki á hagstæðum lánum.
  • Er ég skyldug/ur til að greiða í lífeyrissjóð?

    Já, samkvæmt lögum er öllum launamönnum og þeim sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði. Skylduaðildin varir frá sextán ára aldri til sjötugs.

  • Þarf ég að gera eitthvað þegar ég byrja að greiða í lífeyrissjóð?

    Kynntu þér:

    • Hvernig réttindi byggjast upp í lífeyrissjóðnum þínum og hver þau verða við starfslok?
    • Hvaða örorkulífeyri þú færð greiddan ef þú verður óvinnufær vegna slyss eða sjúkdóms?
    • Hvaða lífeyrir verður greiddur til þinna nánustu ef þú fellur frá?

    Hér er myndband sem sýnir hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um öll réttindi í samtryggingu hjá lífeyrissjóðum. 

  • Hver hefur eftirlit með lífeyrissjóðsgreiðslum?

    Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með því að lífeyrisiðgjald sé greitt með því að bera upplýsingar frá lífeyrissjóðunum um innborguð iðgjöld saman við upplýsingar um greiðslur til lífeyrissjóða sem fram koma í skattframtali launamanna og sjálfstæðra atvinnurekenda.

    Lífeyrissjóðirnir birta almennt yfirlit um iðgjaldagreiðslur rafrænt á sjóðfélagavef (mínum síðum) og/eða í rafrænu póstihólfi á island.is

    Þeir sem óska geta fengið yfirlit send heim í bréfapósti með því að senda tölvupóst á viðkomandi lífeyrissjóð. 

    Sjóðfélagar eiga að fylgjast með því að tilskilin iðgjöld séu greidd af launum þeirra. Til þess að iðgjöld launamanns njóti ábyrgðar Ábyrgðarsjóðs launa við gjaldþrot verða launamenn að ganga úr skugga um skil launagreiðandans til lífeyrissjóðsins innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins.

    Ef upplýsingar um iðgjöld vantar á yfirlitið er mikilvægt að það sé tilkynnt sjóðnum með framlagningu launaseðla innan 60 daga.

    Lífeyrisréttindi grundvallast aðeins á iðgjöldum sem fást greidd.

  • Þarf ég að fylgjast með að launagreiðandi minn greiði iðgjöld til lífeyrissjóðsins?

    Lífeyrissjóðir birta almennt yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur á sjóðfélagavef (mínum síðum) og/eða stafrænu pósthólfi á island.is

    Hægt er að óska eftir að fá yfirlit sent í bréfapósti með því að senda tölvupóst á viðkomandi lífeyrissjóð. 

    Berðu yfirlitið saman við launaseðla. Vanti greiðslur skaltu hafa samband við launagreiðanda og óska eftir skýringum eða hafa samband við lífeyrissjóðinn og óska eftir að sjóðurinn innheimti vangoldin iðgjöld.

    Lífeyrisréttindi grundvallast á iðgjöldum sem fást greidd.

  • Þarf ég nokkuð að mæta á fundi og námskeið hjá lífeyrissjóðnum mínum? Er ekki betra að nota tímann í eitthvað annað?

    Mættu á ársfundi og fylgstu með rekstri og afkomu sjóðsins. Þetta eru mikilvæg réttindi og það þarf að líta eftir þeim eins og öðrum eignum. Sumir lífeyrissjóðir bjóða sjóðfélögum sínum einnig að sækja námskeið um lífeyrismál. Það getur verið mjög gagnlegt að sækja slík námskeið til að fræðast um lífeyrismálin og vera þannig betur í stakk búinn til að meta hvort réttindin séu nægjanleg.

  • Ég man ekki í hvaða lífeyrissjóði ég hef greitt um ævina. Er hætta á að einhverjar greiðslur týnist eða fyrnist?

    Réttindi glatast ekki þótt yfirlit yfir greiðslur tapist.

    Hér er myndband sem sýnir hvernig þú getur nálgast réttindi hjá öllum lífeyrissjóðum Lífeyrisgáttin.

    Ef þú manst ekki eftir neinum lífeyrissjóði sem þú hefur greitt til getur þú hringt í síma 5636400 eða sent fyrirspurn á lifeyrir@greidslustofa.is 

  • Í hvaða tilfellum geta erlendir ríkisborgarar fengið iðgjöld endurgreidd við brottflutning frá Íslandi?

    Samkvæmt 4. mgr. 19. gr. laga nr. 129/1997 er heimilt að endurgreiða iðgjöld erlendra ríkisborgara við brottflutning frá Íslandi að því gefnu að það sé ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. 

    Ísland er nú þegar með milliríkjasamninga við yfir þrjátíu ríki sem hér verða nefnd samningsríki. Samningsríkin eru Bandaríkin, Kanada, Bretland og EES ríkin, auk Sviss þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin.  

    • EFTA ríkin eru Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss vegna aðildar sinnar að Vadus samningi við EFTA ríkin. 
    • ESB ríkin eru Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur (gríski hlutinn), Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland. Ungverjaland, Þýskaland.

    Sá sem er með ríkisborgararétt í samningsríki, getur ekki sótt um endurgreiðslu iðgjalda vegna brottflutnings frá Íslandi. Ef einstaklingur er með ríkisfang í tveimur eða fleiri löndum er ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld nema bæði eða öll ríkisföng séu utan samningsríkja.

    Samningur við Bretland um réttindi á sviði almannatrygginga tók gildi 1. janúar 2024.

    Samningar á milli landa nánar á heimasíðu tr.is 

    • Hvaða áhrif hefur Brexit á breska ríkisborgara sem eiga réttindi hjá lífeyrissjóðum á Íslandi?
      •  Áunnin réttindi hjá lífeyrissjóðum á Íslandi fyrir Brexit eru geymd réttindi hjá lífeyrissjóðunum og greiðast út samkvæmt þeim lögum sem giltu til 1. janúar 2021 þ.e. fyrir útgöngu (það var gerður útgöngusamningur milli Íslands og Bretlands sem tók á þessu) - sjá nánar hér 
      • Áunnin réttindi hjá breskum ríkisborgurum eftir 1. janúar 2021 er hægt að sækja um að fá greitt út, þar sem Bretland er ekki lengur hluti af EES samningnum. 

       

       

Maka- og barnalífeyrir

Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka látinna sjóðfélaga. 

Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði er maki skil­greindur sem aðili sem var í hjúskap eða óvígðri sambúð með sjóðfélaga, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát sjóðfélaga.

Barnalífeyrir er greiddur til a.m.k.18 ára aldurs með börnum sjóðfélaga sem hann hefur haft á framfæri.

 

  • Skiptir máli hvort maki minn er enn að vinna eða kominn á eftirlaun eða örorkulífeyri við andlát?

    Nei. Upphæð makalífeyris fer eftir þeim réttindum sem sjóðfélagi hafði áunnið sér fyrir andlátið, auk þeirra réttinda sem hann hefði áunnið sér hjá sjóðnum ef hann hefði greitt til 65 eða 67 ára aldurs (framreikningur).

    Til að réttur til framreiknings geti myndast þarf sjóðfélagi að hafa greitt til lífeyrissjóðsins í a.m.k. 24 mánuði á undanförnum 36 mánuðum og 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir andlátið.

  • Hversu lengi fæ ég makalífeyri?

    Óskertur makalífeyrir skal greiddur í að minnsta kosti tvö ár. Framhaldið ræðst af heimilisaðstæðum og reglum viðkomandi lífeyrissjóðs. Sumir lífeyrissjóðir greiða fullan eða skertan makalífeyri til æviloka. Hann fellur þó niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til nýrrar sambúðar.

  • Fá börnin okkar lífeyri ef annað okkar fellur frá?

    Börn sjóðfélagans og kjörbörn eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Barnalífeyrir er greiddur ef sjóðfélaginn hefur greitt í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum eða 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum fyrir andlát, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið eða öðlast rétt til svokallaðs framreiknings.

    Stjúpbörn og fósturbörn eiga rétt hafi þau sannanlega verið á framfæri sjóðfélagans.

    Upphæð barnalífeyris er almennt ekki háð launum sjóðfélagans heldur er hún föst fjárhæð sem breytist í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs.

    Barnalífeyrir er hærri vegna fráfalls en vegna starfsorkumissis sjóðfélagans.

  • Ég er heimavinnandi og hef aldrei greitt í lífeyrissjóð. Á ég rétt á hluta af lífeyrisréttindum maka míns?

    Maka þínum er heimilt að framselja til þín allt að helmingi ellilífeyrissjóðsréttinda sinna.

    Við andlát sjóðfélaga fær eftirlifandi maki svokallaðan makalífeyri, hvort sem réttindum hefur verið skipt eða ekki. Óskertur makalífeyrir er greiddur í að minnsta kosti tvö ár. Ef eftirlifandi maki er með börn yngri en 18 ára á framfæri sínu er makalífeyririnn óskertur þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri. Hjá sumum lífeyrissjóðum er makalífeyrir greiddur lengur.

    Ef eftirlifandi maki er öryrki við andlát sjóðfélaga og yngri en 67 ára er óskertur makalífeyrir greiddur á meðan örorkan varir.

    Makalífeyrir fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar.

    Hjá lífeyrissjóðnum þínum getur þú fengið nánari upplýsingar um reglur um makalífeyri.

  • Er upphæð maka- og barnalífeyris mismunandi eftir fjölskyldustærð?

    Ef börn eru á heimilinu er eftirlifandi maka greiddur óskertur makalífeyrir þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri (hjá sumum sjóðum lengur). Eins er barnalífeyrir greiddur vegna barna sjóðfélaga eða kjörbarna fram að 18 ára aldri og lengur hjá sumum sjóðum.

    Barnalífeyrir er greiddur ef sjóðfélaginn hefur greitt iðgjöld í að minnsta kosti 24 mánuði af síðustu 36 mánuðum, eða 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið, eða öðlast rétt til svokallaðs framreiknings.

    Stjúpbörn og fósturbörn kunna að eiga rétt til barnalífeyris hafi þau sannanlega verið á framfæri sjóðfélagans.

  • Ef maki minn fellur frá, fæ ég þá lífeyri úr lífeyrissjóði hans?

    Já. Makalífeyrir greiðist til eftirlifandi maka við andlát sjóðfélaga. Óskertur makalífeyrir er greiddur í tvö ár hið minnsta. Hafi eftirlifandi maki börn á framfæri sínu er greiddur óskertur makalífeyrir þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri (hjá sumum sjóðum lengur). Ef eftirlifandi maki er öryrki við andlát sjóðfélagans og yngri en 67 ára, skal óskertur makalífeyrir greiddur meðan sú örorka varir. 

    Hjá nokkrum lífeyrissjóðum er fullur eða skertur makalífeyrir greiddur lengur og jafnvel til æviloka. Hann fellur þó niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar.

    Athugið að eftirlifandi maka er heimilt að nýta skattkort hins látna í 9 mánuði talið frá andlátsmánuði.

Réttindi

Með greiðslum í lífeyrissjóð nýtur þú fjölþættrar fjölskyldutryggingar.

 

  • Hvernig get ég fylgst með hvernig réttindi byggjast upp í lífeyrissjóðnum mínum?

    Fylgstu með lífeyrisréttindum þínum á sjóðfélagavef hjá þínum sjóði, innskráning er með rafrænum skilríkjum. Þegar þú hefur skráð þig inn kemur fram hverjar ellilífeyrisgreiðslur verða í starfslok miðað við áframhaldandi greiðslur. 

    Hér er útskýrt hvernig þú getur þú séð réttindi hjá öllum lífeyrissjóðum.

    Ef þér sýnist að væntanlegur lífeyrir verði ekki nægur þarf að spara aukalega til að ná settu marki. Þá borgar sig að byrja sem fyrst að leggja fyrir.

  • Hvað fæ ég út úr því að greiða í lífeyrissjóð?

    Með greiðslum í lífeyrissjóð ávinna sjóðfélagar sér eftirfarandi réttindi.

    • Ellilífeyri til æviloka.
    • Örorkulífeyri við starfsorkumissi vegna slysa eða sjúkdóma.
    • Makalífeyri til eftirlifandi maka við andlát. Oftast tímabundinn lífeyrir (3 til 5 ár) en nokkrir lífeyrissjóðir greiða makalífeyri þó ævilangt.
    • Barnalífeyri vegna örorku eða andláts sjóðfélagans.

    Meginhlutverk lífeyrissjóða er að greiða ellilífeyri til æviloka. Ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða eru yfirleitt stærsti hluti tekna á eftirlaunaárunum og þess vegna eru réttindi í lífeyrissjóðum afar mikilvæg.

  • Ef ég hef greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð, get ég þá fengið upplýsingar um réttindi mín á einum stað?

    Já, þú ferð á sjóðfélaga vef þess lífeyrissjóðs sem þú ert að greiða og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, þá sérðu réttindi þín í þeim sjóði. Því næst hakar þú við að kallað sé eftir réttindum í öðrum sjóðum, þá sérðu öll réttindi þín við mismunandi aldur á töku lífeyris. Hér er myndband sem útskýrir hvernig hægt er að fá yfirsýn um öll réttindi.

    Þegar kemur til töku lífeyris er nægilegt að sækja um hjá einum sjóði þar sem í gildi er sérstakt samkomulag um samskipti milli lífeyrissjóða. Almennt ber að sækja um hjá þeim sjóði sem síðast var greitt til og verður þá umsóknin send áfram til annarra sjóða.

  • Er hægt að flytja réttindi milli lífeyrissjóða við upphaf lífeyristöku?

    Lífeyrisréttindi eru ekki flutt á milli sjóða. Lífeyrissjóðirnir hafa ákveðnar reglur um samskipti sín á milli. Þegar kemur að töku lífeyris er því nægjanlegt að senda inn umsókn til þess sjóðs sem síðast var greitt til og sér hann um að senda umsóknina áfram til annarra sjóða sem greitt hefur verið í.

  • Eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar?

    Já, lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar. Hjá flestum lífeyrissjóðum breytist upphæð lífeyris til samræmis við breytingar á vísitölu neysluverðs. Hjá sumum sjóðum reiknast lífeyrir sem hlutfall af launum og hækkar því í samræmi við launahækkanir.

  • Eru mér tryggð einhver lágmarksréttindi úr lífeyrissjóðnum?

    Lífeyrisréttindin miðast við þau iðgjöld sem greidd eru í sjóðinn.

    Samkvæmt lögum eiga lífeyrissjóðir að tryggja lágmarkslífeyri sem nemur 56% af þeim launum sem greitt er af í lífeyrissjóð í mánaðarlegan ellilífeyri til æviloka, miðað við að iðgjald hafi verið greitt í 40 ár. Sama lágmark á við um örorkulífeyri en makalífeyrir skal a.m.k. vera 50% af lágmarkstryggingaverndinni. Barnalífeyrir er yfirleitt föst fjárhæð sem ekki er háð launum sjóðfélagans.

    Margir lífeyrissjóðir veita meiri réttindi en þá lágmarkstryggingavernd sem tilskilin er í lögum, annaðhvort í samtryggingu eða í séreign.

  • Eru reglur og réttindi mismunandi eftir lífeyrissjóðum?

    Réttindi eru misjöfn eftir lífeyrissjóðum. Lög um lífeyrissjóði skilgreina hver skuli vera lágmarkstryggingavernd lífeyrissjóða. Flestir lífeyrissjóðir eru með vefsíður þar sem finna má upplýsingar um réttindi sem þeir veita. Nákvæmustu upplýsingar um réttindi fást í samþykktum viðkomandi lífeyrissjóðs.

  • Veitir aðild að lífeyrissjóðum einhver önnur réttindi en til lífeyris?

    Flestir lífeyrissjóðir veita sjóðfélögum sínum hagstæð lán gegn veði í fasteign. Lánareglur og kjör eru mismunandi milli sjóða. 

  • Kemur lífeyrissjóðurinn til hjálpar ef ég verð atvinnulaus?

    Nei. lífeyrissjóðir greiða ekki lífeyri vegna atvinnuleysis.

Sjálfstætt starfandi

Sjálfstæðir atvinnurekendur eru þeir sem stunda eigin rekstur, ýmist á

eigin kennitölu eða í félagi, oftast einkahlutafélagi.

 

  • Hversu mikið greiða sjálfstætt starfandi í lífeyrissjóð?

    Samkvæmt lögum ber sjálfstæðum atvinnurekendum að greiða að lágmarki 15,5% af reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð. Heimilt er að greiða 3,5% af því í tilgreinda séreign.

    Sjálfstætt starfandi geta jafnframt greitt umfram þessa lágmarksskyldu ef þeir kjósa svo.

    Frekari upplýsingar er að finna hjá sjóðunum sjálfum. Hér má sjá alla lífeyrissjóði 

  • Hvenær þarf ég að vera búinn að greiða í lífeyrissjóð ef ég vinn sjálfstætt?

    Iðgjöldin á að greiða mánaðarlega. Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar eftir að laun eru greidd. Eindagi er síðasti dagur greiðslumánaðar. Ef iðgjöld greiðast eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

  • Geta sjálfstætt starfandi greitt í tilgreinda séreign?

    Lágmarksiðgjald er lögbundið 15,5%, heimilt er að greiða 3,5% af því í tilgreinda séreign. Nánar um tilgreinda séreign.

  • Hvaða reglur gilda um viðbótarlífeyrissparnað?

    Launamenn og sjálfstætt starfandi geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum sem viðbótariðgjöld til lífeyrissparnaðar. Í flestum kjarasamningum er samið um að launagreiðendur greiði 2% af launum starfsmanna sinna sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þeirra, enda sé framlag launamanns a.m.k. 2%. Nánar um viðbótarlífeyrissparnað. 

Sjóðfélagalán

Flestir lífeyrissjóðir veita sjóðfélagalán gegn veði í fasteign.

Á vefsíðum lífeyrissjóðanna eru lánareiknivélar sem geta nýst vel og ráðgjafar

hjá lífeyrissjóðnum þínum eru tilbúnir til að aðstoða þig.

 

  • Er hægt að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða niður sjóðfélagalán?

    Í gildi er tímabundin heimild til 31. des. 2024 til að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán, 500 þúsund kr. á ári fyrir einstakling og 750 þúsund fyrir hjón og sambúðarfólk. 

    Við kaup á fyrstu íbúð geta einstaklingar notað viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á húsnæðislán eða nýtt það sem útborgun. Þeir geta einnig farið blandaða leið.

    Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund.

    Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.

    Sótt er um hér skattur.is 

  • Er hægt að fá lán hjá lífeyrissjóðum?

    Flestir lífeyrissjóðir veita lán til sjóðfélaga gegn fasteignaveði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kjör á lánum til sjóðfélaga eru yfirleitt vel samkeppnishæf og því eru sjóðfélagalánin góður kostur fyrir þá sem þurfa lán til lengri tíma, t.d. til að að kaupa fasteign.

Skattamál

  • Hvers vegna þarf ég að borga skatta af lífeyrisgreiðslum?

    Lífeyrir er skattlagður eins og hverjar aðrar vinnutekjur en lífeyrisþegar geta nýtt sér persónuafslátt til að lækka skattana. Þar sem lífeyrisiðgjöld eru greidd óskattlögð í lífeyrissjóð er komið í veg fyrir tvísköttun lífeyris. Réttindi hjá lífeyrissjóðum eru undanþegin fjármagnstekjuskatti af vaxtatekjum.

  • Hvaða skattareglur gilda um viðbótarlífeyrissparnað?

    Sömu skattareglur gilda um iðgjöld vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og í lífeyrissjóð, þ.e. iðgjöld eru frádráttarbær frá skattstofni en lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og hverjar aðrar atvinnutekjur. Lífeyrisþegar geta því nýtt sér persónuafslátt til að lækka skattana.
    Framlag launagreiðenda er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum fari það ekki umfram 12% af launum auk tveggja milljóna.

  • Hvaða skattareglur gilda um iðgjöld í lífeyrissjóði?

    Sjóðfélagi getur að hámarki dregið 8% af launum frá skattskyldum tekjum, 4% vegna iðgjalds í samtryggingarsjóð og 4% í viðbótarlífeyrissparnað.

    Framlag launagreiðenda er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum fari það ekki umfram 12% af launum auk tveggja milljóna.

     

     

Skipting ellilífeyrisréttinda

Sjóðfélagi og maki/sambúðaraðili geta samið um að skipta ellilífeyrisréttindum.
Myndbandið útskýrir nánar. 
 

  • Er hægt að skipta lífeyrissréttindum milli hjóna og sambúðarfólks?

    Já, það er hægt skipta ellilífeyrisréttindum en skipting tekur ekki til örorku- maka- og barnalífeyris. Hægt er að skipta þegar áunnum réttindum og/eða framtíðarréttindum.

    Skipting ellilífeyrisréttinda tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap eða óvígðri sambúð.

    Skipting ellilífeyrisréttinda skal fela í sér gagnkvæma skiptingu sem skal vera jöfn, þ.e.a.s. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttindum sínum.

    Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda skal eiga sér stað áður en taka ellilífeyris hefst.

    Heimilt er að skipta allt að helmingi ellilífeyrisréttinda.

  • Samningseyðublöð og önnur gögn sem þarf að skila inn?

    Nauðsynlegt er að skila inn gögnum og fylla út samingseyðublöð.

    Ávallt þarf að skila inn hjúskaparsöguvottorði við skiptingu ellilífeyrisréttinda. 

    Ferlið er þannig að sá lífeyrissjóður sem sótt er um hjá annast upplýsingagjöf og leiðsögn.  Sá sjóður er einnig í samskiptum við aðra sjóði í umsóknarferlinu. 

    Samningseyðublöð og fleiri gögn:

  • Hvernig reglur gilda um skiptingu ellilífeyrisréttinda?

    Heimilt er að skipta ellilífeyrisréttindum með maka/sambúðaraðila.  Skiptingin á þá að vera gagnkvæm.
    Það þýðir að hjón eða sambúðarfólk skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna.

    Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna/sambúðarfólks nær þó aðeins til þeirra réttinda sem hafa áunnist/munu ávinnast á meðan hjúskap eða sambúið  varir. Heimildin nær til allt að helmings lífeyrisréttindanna. 

    Hægt er að skipta lífeyrisréttindunum með eftirfarandi hætti:

    • Skipta þeim ellilífeyrisgreiðslum sem þegar eru hafnar.
    • Skipta áunnum ellilífeyrisréttindum, enda sé það gert í síðasta lagi áður en sjóðfélaginn hefur náð 65 ára aldri.
    • Skipta framtíðarréttindum, þ.e. þeirra ellilífeyrisréttinda sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert.

    Mikilvægt er að fá upplýsingar og leiðsögn hjá lífeyrissjóði áður en ellilífeyrisréttindum er skipt. 

  • Ég er heimavinnandi og hef aldrei greitt í lífeyrissjóð. Á ég rétt á hluta af lífeyrisréttindum maka míns?

    Maka þínum er heimilt að framselja til þín allt að helmingi ellilífeyrissjóðsréttinda sinna.

    Við andlát sjóðfélaga fær eftirlifandi maki svokallaðan makalífeyri, hvort sem réttindum hefur verið skipt eða ekki. Óskertur makalífeyrir er greiddur í að minnsta kosti tvö ár. Ef eftirlifandi maki er með börn yngri en 18 ára á framfæri sínu er makalífeyririnn óskertur þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri. Hjá sumum lífeyrissjóðum er makalífeyrir greiddur lengur.

    Ef eftirlifandi maki er öryrki við andlát sjóðfélaga og yngri en 67 ára er óskertur makalífeyrir greiddur á meðan örorkan varir.

    Makalífeyrir fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar.

    Hjá lífeyrissjóðnum þínum getur þú fengið nánari upplýsingar um reglur um makalífeyri.

  • Hvernig berum við okkur að þegar við ætlum að gera samning um skiptingu ellilífeyrisréttinda?

    Þeir sem ætla að gera samning um skiptingu ellilífeyrisréttinda snúa sér til þess sjóðs sem annar hvor aðilinn greiðir til og annast sá sjóður leiðsögn og upplýsingagjöf varðandi umsóknarferlið.

    Ávallt þarf að skila inn hjúskaparsöguvottorði við skiptingu ellilífeyrisréttinda. 

    Til þess að taka upplýsta ákvörðun er mikilvægt að fá leiðsögn hjá lífeyrissjóði.

  • Hvað gerist við hjúskap- eða sambúðarslit og samningur hefur verið gerður?

    • Við hjúskapar- eða sambúðarslit er mikilvægt að sjóðfélagar tilkynni þeim lífeyrissjóðum sem eru með samning um skiptingu iðgjalds um breytta stöðu til að koma í veg fyrir að iðgjöldum sé áfram ráðstafað samkvæmt samningi.
    • Skipting sem þegar hefur verið framkvæmd samkvæmt samningi helst óbreytt komi til skilnaðar eða sambúðarslita.
    • Sé stofnað til nýs hjúskapar eða sambúðar geta aðilar gert samning sín á milli um skiptingu ellilífeyrisréttinda sem ávinnast á hjúskapar- eða sambúðartíma þeirra.
    • Rétt er að benda á mikilvægi þess að hjón og sambúðarfólk hugi að samningum um skiptingu ellilífeyrisréttinda en raunin hefur verið sú að afar algengt er að aðilar geri samninga um skiptingu þegar áunnina réttinda í tengslum við skilnað eða sambúarslit. Slíkir samningar geta verið jafnmikilvægir hjónum og sambúðarfólki án þess að til skilnaðar komi.
    • Ítrekað er að mikilvægt er að fá leiðsögn hjá þeim lífeyrissjóði sem annar hvor aðilinn greiðir til og fara yfir hvaða áhrif samningur hefur og hvort hann sé góður kostur fyrir viðkomandi aðila.

Skyldulífeyristrygging (samtrygging)

Á Íslandi er skyldubundið samtryggingarkerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur að lágmarki 15,5% af heildarlaunum, sem skiptist almennt á milli launamanns og atvinnurekanda.

Samtryggingarkerfi þýðir að sjóðfélagar sameinast um að tryggja hver öðrum ellilífeyri til æviloka og verja sjóðfélagana og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.

Aðild að lífeyrissjóði er hluti af umsömdum kjörum hverrar starfsstéttar eða starfshóps.

Fræðslumyndband um lífeyrissjóðakerfið á Íslandi 

  • Erfast lífeyrisréttindi?

    Nei, skyldulífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum veita tryggingu til ævilangs lífeyris auk örorku-, maka- og barnalífeyris. Séreignarsjóður eða viðbótarlífeyrissparnaður erfist hins vegar til maka og barna.

  • Af hverju þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?

    Á Íslandi er skyldubundið samtryggingarkerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur 4% af heildarlaunum.

    Launagreiðandi þinn greiðir að lágmarki á móti þér 11,5% af heildarlaunum þínum. 

    Sjóðfélagar teljast allir þeir einstaklingar sem greiða eða hafa greitt iðgjald til viðkomandi lífeyrissjóðs.

    Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum sínum ellilífeyri til æviloka auk þess að verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku (örorku- og barnalífeyrir) og andláts (maka- og barnalífeyrir).

    • Get ég valið lífeyrissjóð?

      Í einhverjum tilfellum er hægt að velja um lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum og/eða sérlögum ef við á.

  • Hver er ávinningurinn af því að greiða í lífeyrissjóð?

    • Ellilífeyrir til æviloka.
    • Örorku- og barnalífeyrir ef sjóðfélagi missir starfsgetu og verður fyrir sannanlegum tekjumissi vegna veikinda eða slyss.
    • Maka- og barnalífeyrir er greiddur til maka og barna við fráfall sjóðfélaga.
    • Möguleiki á hagstæðum lánum.

Sumarstörf

Hér fást svör við nokkrum mikilvægum spurningum sem hafa ber í huga hjá þeim sem eru að byrja vinna. 

  • Þarf að sækja um viðbótarlífeyrissparnað?

    Já, það þarf að sækja um og gera samning við vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
    Ef skipt er um vinnu er mikilvægt að hafa samband við vörsluaðila lífeyrissparnaðarins og gera nýjan samning.  

    Meira um viðbótarlífeyrissparnað 

  • Hvað er viðbótarlífeyrissparnaður?

    Hægt er að velja um að greiða 2% eða 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað til viðbótar við skylduiðgjald. Á móti greiðir launagreiðandi að jafnaði 2% viðbótarframlag sem er bein launahækkun.
    Allir ættu að nýta sér þennan hagstæða sparnað, sérstaklega ungt fólk sem getur ráðstafað því sem búið er að safna í viðbótarlífeyrissparnað sem skattfrjálsa innáborgun við kaup á fyrstu íbúð.

    Meira um viðbótarlífeyrissparnað 

  • Hvert er hlutverk lífeyrissjóða?

    Lífeyrissjóðir hafa það hlutverk að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þau og greiða lífeyri.
    Iðgjöld í lífeyrissjóð veita réttindi til ellilífeyris og einnig áfallatryggingu sem getur verið örorkulífeyrir, makalífeyrir eða barnalífeyrir.

    Meira um lífeyrissjóði 

  • Get ég valið lífeyrissjóð?

    Í einhverjum tilfellum er hægt að velja um lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum og/eða sérlögum ef við á.

    Meira um lífeyrissjóði 

    Upplýsingar um alla lífeyrissjóði 

  • Þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?

    Já, öllum á aldrinum 16 – 70 ára ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. 
    Meira um lífeyrissjóði

Tilgreind séreign

  • Hvað er tilgreind séreign?

    Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign, innan lágmarksiðgjalds sem er 15,5%.  Þá fer 3,5% í tilgreinda séreign sem er einkaeign sjóðfélaga og 12% í samtryggingu.  Myndbandið útskýrir nánar hvernig tilgreind séreign virkar.

  • Hverjir eiga rétt á tilgreindri séreign?

    Sjóðfélagi getur samkvæmt lögum ráðstafað 3,5% af lágmarksiðgjaldi sem er 15,5% inn á tilgreinda séreign. Lífeyrissjóðirinn þinn veitir nánari upplýsingar, en mikilvægt er að taka upplýsta ákvörðun um þennan möguleika. 

  • Hvenær er hægt að byrja taka út tilgreinda séreign?

    Tilgreinda séreign er hægt að taka út við 62 ára aldur. Hægt er að dreifa greiðslum á fimm ára tímabil til 67 ára. 

  • Er hægt að ráðstafa tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign?

    Já, það er hægt að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

  • Hvernig er tilgreind séreign frábrugðin "venjulegum" séreignarsparnaði

    • Tilgreinda séreign má byrja að taka út fimm árum fyrir hefðbundinn lífeyristökualdur sem er oftast 62 ára (67 ára viðmið).
    • Annan séreignarsparnað má taka út þegar 60 ára aldri er náð.
    • Tilgreindri séreign er unnt að ráðstafa skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að tilteknum skilyrðum uppfylltum. 
    • Við andlát sjóðfélaga rennur tilgreind séreign til eftilifandi maka og barna líkt og annar séreignarsparnaður.
    • Í báðum tilfellum þ.e. séreignarsparnaður og tilgreind séreign geta sjóðfélagar valið ávöxtunarleiðir 
  • Hefur tilgreind séreign áhrif á örorku- og makalífeyri?

    Já. Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi. 

  • Erfist tilgreind séreign?

    Já. Tilgreind séreign erfist samkvæmt erfðalögum.

Tryggingamál

Mikilvægt er að þekkja þær reglur sem gilda um víðtæka tryggingarvernd lífeyrissjóðanna.

  • Þarf ég að kaupa tryggingar til að verja mig fyrir tekjumissi vegna slysa eða sjúkdóma ef ég greiði í lífeyrissjóð?

    Það tekur nýja sjóðfélaga yfirleitt þrjú ár að öðlast rétt á fullum örorkulífeyri. Þetta þýðir að ungt fólk sem er að hefja störf á vinnumarkaði er í raun án örorkutryggingar fyrstu árin. Það er slæmt þegar tekið er tillit til þess að þetta eru þau ár sem fólk er að stofna fjölskyldu og eignast heimili. Þess vegna getur verið skynsamlegt fyrir nýja sjóðfélaga að kaupa sérstaka örorkutryggingu.

  • Get ég sleppt því að kaupa líf- og sjúkdómatryggingu ef ég greiði í lífeyrissjóð?

    Nýir sjóðfélagar með börn á framfæri og miklar fjárskuldbindingar ættu að skoða vandlega að kaupa viðbótartryggingar til að verja fjölskyldu sína fyrir tekjumissi vegna áfalla.

    Líftrygging getur skipt sköpum við fráfall til þess að hægt sé að greiða af lánum og framfleyta fjölskyldunni ef sjóðfélagi fellur frá. Við fráfall er makalífeyrir greiddur úr lífeyrissjóðum þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri (sumir lífeyrissjóðir greiða barnalífeyrir lengur) en ef börnin eru orðin fullorðin er makalífeyrir yfirleitt tímabundinn og greiddur í þrjú til fimm ár (hjá sumum sjóðum þó lengur).

    Réttindin eru oft óveruleg fyrstu þrjú árin sem greitt er í lífeyrissjóð þar sem ekki er réttur til framreiknings. Því er mikilvægt að meta þörfina fyrir viðbótartryggingar, s.s. líf- og sjúkdómatrygginar. 

Við andlát sjóðfélaga

Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til maka látins sjóðfélaga til að

milda fjárhagslegt áfall fjölskyldunnar.

Lífeyrissjóðirnir greiða einnig barnalífeyri með börnum örorkulífeyrisþega og látinna sjóðfélaga. Barnalífeyrir er greiddur a.m.k. til 18 ára aldurs og oft lengur.

  • Erfist tilgreind séreign?

    Já, tilgreind séreign erfist samkvæmt erfðalögum.

  • Greiða lífeyrissjóðir útfararkostnað

    Lífeyrissjóðir greiða ekki útfararkostnað. Þeir greiða maka- og  barnalífeyri ef eftirlifendur eru til staðar. Sum stéttarfélög greiða hins vegar útfararstyrk. 

  • Erfist séreignarsjóðurinn minn?

    Við andlát rennur séreignarsjóður til maka og barna.  Skiptingin er sú að hjúskaparmaki (giftur) fær 2/3 og börn 1/3.  Séreignarsjóðnum er skipt þótt að maki sitji eftir í óskiptu búi. Ef hinn látni var hvorki giftur né átti börn þá flyst inneignin til dánarbúsins og rennur til erfingja.  

  • Erfast lífeyrisréttindi?

    Nei, skyldulífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum veita tryggingu til ævilangs lífeyris auk örorku-, maka- og barnalífeyris. Séreignarsjóður eða viðbótarlífeyrissparnaður erfist hins vegar til maka og barna.

  • Erfist viðbótarlífeyrissparnaður?

    Viðbótarlífeyrissparnaður sem greiddur er í séreignarsjóð rennur að fullu til eftirlifandi maka og barna. 

    Hér má finna upplýsingar um vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar. Það eru ekki til miðlægar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað þess vegna þarf að senda tölvupóst á alla vörsluaðila ef ekki liggur fyrir hvar sparnaðurinn er. 

  • Skiptir máli hvort maki minn er enn að vinna eða kominn á eftirlaun eða örorkulífeyri við andlát?

    Nei. Upphæð makalífeyris fer eftir þeim réttindum sem sjóðfélagi hafði áunnið sér fyrir andlátið, auk þeirra réttinda sem hann hefði áunnið sér hjá sjóðnum ef hann hefði greitt til 65 eða 67 ára aldurs (framreikningur).

    Til að réttur til framreiknings geti myndast þarf sjóðfélagi að hafa greitt til lífeyrissjóðsins í a.m.k. 24 mánuði á undanförnum 36 mánuðum og 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir andlátið.

  • Fá börnin okkar lífeyri ef annað okkar fellur frá?

    Börn sjóðfélagans og kjörbörn eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Barnalífeyrir er greiddur ef sjóðfélaginn hefur greitt í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum eða 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum fyrir andlát, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið eða öðlast rétt til svokallaðs framreiknings.

    Stjúpbörn og fósturbörn eiga rétt hafi þau sannanlega verið á framfæri sjóðfélagans.

    Upphæð barnalífeyris er almennt ekki háð launum sjóðfélagans heldur er hún föst fjárhæð sem breytist í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs.

    Barnalífeyrir er hærri vegna fráfalls en vegna starfsorkumissis sjóðfélagans.

  • Er upphæð maka- og barnalífeyris mismunandi eftir fjölskyldustærð?

    Ef börn eru á heimilinu er eftirlifandi maka greiddur óskertur makalífeyrir þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri (hjá sumum sjóðum lengur). Eins er barnalífeyrir greiddur vegna barna sjóðfélaga eða kjörbarna fram að 18 ára aldri og lengur hjá sumum sjóðum.

    Barnalífeyrir er greiddur ef sjóðfélaginn hefur greitt iðgjöld í að minnsta kosti 24 mánuði af síðustu 36 mánuðum, eða 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið, eða öðlast rétt til svokallaðs framreiknings.

    Stjúpbörn og fósturbörn kunna að eiga rétt til barnalífeyris hafi þau sannanlega verið á framfæri sjóðfélagans.

  • Ef maki minn fellur frá, fæ ég þá lífeyri úr lífeyrissjóði hans?

    Já. Makalífeyrir greiðist til eftirlifandi maka við andlát sjóðfélaga. Óskertur makalífeyrir er greiddur í tvö ár hið minnsta. Hafi eftirlifandi maki börn á framfæri sínu er greiddur óskertur makalífeyrir þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri (hjá sumum sjóðum lengur). Ef eftirlifandi maki er öryrki við andlát sjóðfélagans og yngri en 67 ára, skal óskertur makalífeyrir greiddur meðan sú örorka varir. 

    Hjá nokkrum lífeyrissjóðum er fullur eða skertur makalífeyrir greiddur lengur og jafnvel til æviloka. Hann fellur þó niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar.

    Athugið að eftirlifandi maka er heimilt að nýta skattkort hins látna í 9 mánuði talið frá andlátsmánuði.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Launamenn og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald.
Hann er einnig hægt að nýta til að auðvelda kaup á fyrstu íbúð.

 

  • Hvar finn ég yfirlit um viðbótarlífeyrissparnað?

    Það eru ekki til miðlægar upplýsingar um hvað fólk á í viðbótarlífeyrissparnaði. Hægt er að senda fyrirspurn á vörsluaðila og kanna hvort viðbótarlífeyrissparnaður sé til staðar. Netföng hjá vörsluaðilum á Íslandi eru hér:

    almenni@almenni.is; birta@birta.is ; festa@festa.is ; frjalsi@frjalsi.isgildi@gildi.is ; lsr@lsr.is ; skrifstofa@live.is ; skrifstofa@lsv.is ; lifsverk@lifsverk.is ; stapi@stapi.is ; sl@sl.isarionbanki@arionbanki.islandsbankinn@landsbankinn.is; sereign@islandsbanki.is; allianz@allianz.is ; thjonusta@kvika.is ; sparnadur@sparnadur.istplus@tplus.is 

  • Er hægt að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða niður sjóðfélagalán?

    Í gildi er tímabundin heimild til 31. des. 2024 til að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán, 500 þúsund kr. á ári fyrir einstakling og 750 þúsund fyrir hjón og sambúðarfólk. 

    Við kaup á fyrstu íbúð geta einstaklingar notað viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á húsnæðislán eða nýtt það sem útborgun. Þeir geta einnig farið blandaða leið.

    Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund.

    Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.

    Sótt er um hér skattur.is 

  • Hvaða skattareglur gilda um viðbótarlífeyrissparnað?

    Sömu skattareglur gilda um iðgjöld vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og í lífeyrissjóð, þ.e. iðgjöld eru frádráttarbær frá skattstofni en lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og hverjar aðrar atvinnutekjur. Lífeyrisþegar geta því nýtt sér persónuafslátt til að lækka skattana.
    Framlag launagreiðenda er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum fari það ekki umfram 12% af launum auk tveggja milljóna.

  • Hverjir eru helstu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar?

    • Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign og er mikilvæg viðbót við almennan skyldulífeyrissparnað.
    • Þægilegur sparnaður, launagreiðandi sér um að greiða iðgjöldin.
    • Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af vaxtatekjum.
    • Hægt að taka út við 60 ára aldur og hægt að taka inneignina út í einu lagi eða á lengri tíma að eigin vali.
    • Þú sparar allt að helmingi hraðar en með hefðbundnum sparnaði.
    • Langtímasparnaður þar sem vextir geta orðið meirihluti uppsafnaðs sparnaðar vegna áhrifa vaxtavaxta. 
    • Auðveldar fólki að hætta að vinna fyrir sjötugt og erfist að fullu.
    • Við andlát sjóðfélaga er innistæðunni, að viðbættum verðbótum og vöxtum, skipt á milli lögerfingja hans og hún greidd út samkvæmt ákveðnum reglum. 
    • Hægt er að grípa til viðbótarlífeyrissparnaðarins ef alvarleg slys eða veikindi verða til þess að draga úr starfsorku. Þá er lífeyrissparnaðurinn greiddur út eftir ákveðnum reglum.
    • Ef einstaklingur verður gjaldþrota geta kröfuhafar ekki gengið að viðbótarlífeyrissparnaði.
    • Tekjuskattur er greiddur þegar inneignin er tekin út.
  • Er skynsamlegt að vera með viðbótarlífeyrissparnað?

    Já, tvímælalaust. Hann eykur hag og stuðlar að sveigjanleika við starfslok. Jafnframt er hægt að grípa til hans ef alvarleg slys eða veikindi draga úr starfsorku.

    Viðbótarlífeyrissparnaður er hagstæðasti sparnaður sem völ er á vegna mótframlags launagreiðanda sem almennt er samið um í kjarasamningum. Launagreiðendur greiða að jafnaði 2% af launum starfsfólks sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þess, enda sé framlag launafólks a.m.k. 2%.

  • Hvernig nýtist viðbótarlífeyrissparnaður við kaup á fyrstu íbúð?

      • Fyrstu kaupendur geta notað viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun, greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.
      • Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund. 
      • Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.
      • Sótt er um á vefsíðu Skattsins skattur.is 
      • Rétthafi viðbótarlífeyrissparnaðar sem hefur ekki verið eigandi að íbúðarhúsnæði, síðastliðin fimm ár, er einnig heimilt að nýta sér úrræði laga nr. 111/2016 að uppfylltum öðrum skilyrðum þeirra. 
  • Hvar get ég samið um viðbótarlífeyrissparnað?

    Gera verður samning við vörsluaðila lífeyrissparnaðar sem geta verið lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og líftryggingafélög. Ekki er nóg að óska eftir því við launagreiðanda að hefja greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað heldur þarf að gera samning.

    Ef launamaður skiptir um vinnu er mikilvægt að hafa samband við vörsluaðila lífeyrissparnaðarins og gera nýjan samning.

     

  • Hvaða reglur gilda um viðbótarlífeyrissparnað?

    Launamenn og sjálfstætt starfandi geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum sem viðbótariðgjöld til lífeyrissparnaðar. Í flestum kjarasamningum er samið um að launagreiðendur greiði 2% af launum starfsmanna sinna sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þeirra, enda sé framlag launamanns a.m.k. 2%. Nánar um viðbótarlífeyrissparnað. 

  • Er munur á því hvar best er að geyma viðbótarlífeyrissparnaðinn?

    Veldu vörsluaðila af kostgæfni. Vörsluaðilar bjóða almennt upp á margar ávöxtunarleiðir með mismunandi fjárfestingarstefnu.

    Mikilvægt er að kynna sér málin vel áður en ákveðið er hvar ávaxta á viðbótarlífeyrissparnaðinn. Einnig er afar brýnt að fá upplýsingar um allan kostnað (upphafskostnað, rekstrarkostnað, eignastýringarkostnað).

    Ef þú ert óánægður með þjónustu og fjárfestingarárangur getur þú fært þig á milli vörsluaðila. Slíkt kann þó að fela í sér kostnað og því enn mikilvægara að kynna sér málin frá upphafi.

  • Duga lífeyrissjóðsgreiðslur til að tryggja óbreyttar tekjur við starfslok? Þarf ég að spara meira til eftirlaunaáranna?

    Lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum duga sjaldnast til að halda óbreyttum launum eftir að vinnu lýkur. Því er æskilegt fyrir alla að leggja aukalega fyrir og er viðbótarlífeyrissparnaður hagkvæmasti sparnaðurinn til að bæta við eftirlaunin

  • Erfist viðbótarlífeyrissparnaður?

    Viðbótarlífeyrissparnaður sem greiddur er í séreignarsjóð rennur að fullu til eftirlifandi maka og barna. 

    Hér má finna upplýsingar um vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar. Það eru ekki til miðlægar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað þess vegna þarf að senda tölvupóst á alla vörsluaðila ef ekki liggur fyrir hvar sparnaðurinn er. 

  • Get ég notað séreignarsjóðinn ef starfsorka mín skerðist eða ég verð atvinnulaus?

    Hefja má úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði í séreign þegar 60 ára aldri er náð og má þá taka hann út í einu lagi. Hægt er að dreifa greiðslunum ef sjóðfélagi óskar þess. Við fráfall sjóðfélaga er heimilt að fá eingreiðslu. Við örorku er greiðslum dreift yfir lengri tíma. Þó er heimilt að greiða út í eingreiðslu ef fjárhæðin er lág.

  • Hefur viðbótarlífeyrissparnaður áhrif á ellilífeyri almannatrygginga?

    Greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði hafa ekki áhrif á ellilífeyri frá almannatryggingum (TR) en geta haft áhrif á greiðslur örorkulífeyris frá TR. 

  • Hvenær má ég taka viðbótarlífeyrissparnaðinn út?

    Töku viðbótarlífeyris má hefja þegar 60 ára aldri er náð og má þá taka hann út í einu lagi. Hægt er að dreifa greiðslunum ef sjóðfélagi óskar þess. Heimilt að greiða lífeyrissparnaðinn út í eingreiðslu við fráfall sjóðfélaga. Við örorku er greiðslum dreift yfir lengri tíma. Þó er heimilt að greiða út í eingreiðslu ef fjárhæðin er lág.

  • Þarf ég að sækja um töku lífeyris úr séreignarsjóði eða hefjast greiðslur sjálfkrafa þegar tilskildum aldri er náð?

    Sækja þarf um útgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði í séreign. Heimilt er að hefja úttekt við 60 ára aldur og má þá fá eingreiðslu eða skipta greiðslum. 

Örorkulífeyrir

Sjóðfélagi á rétt á örorkulífeyri úr samtryggingarsjóði ef hann verður fyrir orkutapi sem metið er a.m.k. 50% (hjá sumum sjóðum 40%) og hefur orðið fyrir tekjuskerðingu.  

Örorkulífeyrir er miðaður við áunnin lífeyrisréttindi og framreiknuð réttindi.

  • Á ég rétt á greiðslum ef ég slasast eða veikist alvarlega?

    Ef þú hefur slasast eða veikst og tapað starfsorku sem veldur tekjuskerðingu getur þú átt rétt á lífeyri.

    Miðað er við að starfsorkumissir sé a.m.k. 50% (hjá sumum sjóðum 40%) og að greitt hafi verið í lífeyrissjóð í tvö ár eða lengur.

    Fyrstu þrjú árin tekur orkutap sjóðfélaga mið af því starfi sem aðild hans að lífeyrissjóði tengist. Eftir það er tekið mið af starfsgetu til allra almennra starfa, þótt hann geti ekki unnið það starf sem hann stundaði fyrir veikindin eða slysið. Því fellur örorkuréttur niður ef sjóðfélagi er fær um að vinna öll almenn störf.

    Réttur til örorkulífeyris getur verið háður því skilyrði að sjóðfélagi fari í starfsendurhæfingu. Á þetta jafnt við í upphafi örorku og við síðara endurmat.

  • Hvað get ég fengið mikinn örorkulífeyri ef ég get ekki unnið vegna veikinda eða slyss?

    Upphæð örorkulífeyris fer eftir þeim réttindum sem sjóðfélagi hefur áunnið sér. Sjóðfélagar geta átt rétt til viðbótarréttinda sem byggjast á þeim greiðslum sem þeir hefðu áunnið sér ef þeir hefðu getað greitt iðgjöld allt til ellilífeyrisaldurs.

    Þau réttindi sem sjóðfélagi fær til viðbótar áunnum réttindum eru kölluð framreiknuð réttindi. Til að eiga slíkan rétt þarf sjóðfélagi að hafa greitt til lífeyrissjóðs í a.m.k. þrjú ár á undanfarandi fjórum árum, þar af a.m.k. sex mánuði á síðasta tólf mánaða tímabili fyrir orkutap.

    Framreikningsréttur er háður því að ekki megi rekja missi starfsorkunnar til ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefna. Ef sú er raunin miðast fjárhæð örorkulífeyris við áunnin réttindi.

  • Hversu lengi er örorkulífeyrir greiddur úr lífeyrissjóðum?

    Örorkulífeyrir er greiddur þar til ellilífeyrisaldri er náð, en þá breytist hann í ellilífeyri. Örorkulífeyrir fellur þó niður ef sjóðfélagi nær starfsorku á ný eða verður ekki fyrir tekjuskerðingu af völdum skertrar starfsorku.

  • Fæ ég jafnframt örorkulífeyri úr almannatryggingakerfinu?

    Almannatryggingar greiða einnig örorkulífeyri. Sjá nánar heimasíðu Tryggingastofnunar tr.is  Örorkulífeyrir almannatrygginga getur haft áhrif á örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum. Við útreikning á því hvort sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum skertrar starfsorku er tekið tillit til atvinnutekna, greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og kjarasamningsbundinna greiðslna.

  • Fá börnin okkar lífeyri ef við veikjumst alvarlega eða verðum fyrir slysi?

    Já. Upphæð barnalífeyris er almennt ekki háð launum sjóðfélagans heldur er hún föst fjárhæð sem breytist í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs. Ef sjóðfélaginn fær örorkulífeyri má hann ásamt barnalífeyri aldrei vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi sem sjóðfélaginn hefur sannanlega orðið fyrir sökum örorkunnar.

  • Get ég fengið örorkulífeyri úr lífeyrissjóðnum mínum ef ég þarf að vera frá vinnu vegna veikinda í fjölskyldunni?

    Nei.

  • Fæ ég örorkulífeyri greiddan úr lífeyrissjóði ef ég verð ekki fyrir tekjuskerðingu af völdum örorkunnar?

    Nei, það er skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna slyss eða langvarandi veikinda. Við útreikning tekjumissis er tekið tillit til atvinnutekna, greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og kjarasamningsbundinna greiðslna.