Starfsævin

Lífeyrissjóðurinn minn

 Lífeyrissjóðurinn þinn gegnir þrenns konar hlutverki fyrir þig:

Viðbótarlífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður er valfrjáls. Hér er um að ræða mjög hagstæðan sparnað, einskonar kaupaauka sem allir ættu að nýta sér. Launamenn og sjálfstætt starfandi geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað. Í flestum kjarasamningum er ákvæði um að launagreiðendur greiði 2% af launum starfsmanna sinna sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þeirra.

Nánar um viðbótarlífeyrissparnað

Til að auðvelda fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði hefur Alþingi samþykkt lög sem gera fasteignakaup auðveldari og afborganir léttari. Lögin gera fólki kleift að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði, skattfrjálst, til kaupa á fyrstu íbúð eða að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaðinum inn á höfuðstól láns.

Nánar um kaup á fyrstu íbúð
Skemmtilegt viðtal við tvenn pör sem voru að fjárfesta í fyrstu íbúð

Lán hjá lífeyrissjóðnum mínum

Flestir lífeyrissjóðir veita lán til sjóðfélaga gegn fasteignaveði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kjör á lánum til sjóðfélaga eru yfirleitt vel samkeppnishæf og því eru sjóðfélagalánin góður kostur fyrir þá sem þurfa lán til lengri tíma t.d. til að kaupa fasteign. Lánareglur og kjör eru mismunandi milli sjóða. 
Hafðu samband við lífeyrissjóðinn þinn.

Nánar um sjóðfélagalán

Sjálfstætt starfandi

Sjálfstæðir atvinnurekendur eru þeir sem stunda eigin rekstur, ýmist á eigin kennitölu eða í félagi, oftast einkahlutafélagi. Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa eins og aðrir launamenn að greiða í lífeyrissjóð. Hjá sjálfstæðum atvinnurekendum eru lífeyrissjóðs­iðgjöld miðuð við reiknuð laun (endurgjald) og verða þeir að greiða að lágmarki 12% í lífeyrissjóð.

Nánar um sjálfstætt starfandi

Flutningur milli landa

Það er að ýmsu að huga þegar flutningar milli landa standa fyrir dyrum og eins þegar fólk býr erlendis. Þegar áunninn réttindi í lífeyrissjóði haldast að fullu þrátt fyrir flutning úr landi en réttur til svokallaðs framreiknings á örorku- og makalífeyri fellur niður á einu ári ásamt barnalífeyri. Hafi sjóðfélagi unnið sér inn rétt til framreiknings við brottflutning frá landinu tekur það sex mánuði að virkja þau réttindi aftur eftir að iðgjaldagreiðslur hefjast að nýju. 

Við ráðleggjum fólki að kynna sér nánar áhrif gagnvart greiðslum almannatrygginga og Sjúkratrygginga Íslands.

 Nánar um flutning milli landa

Maka- og barnalífeyrir

Makalífeyrir greiðist til eftirlifandi maka við andlát sjóðfélaga. Oftast er um tímabundinn lífeyri að ræða (2 til 5 ár) en nokkrir lífeyrissjóðir greiða makalífeyri ævilangt.
Barnalífeyrir er greiddur vegna örorku eða andláts sjóðfélaga.

Nánar um maka- og barnalífeyri

Örorkulífeyrir

Sjóðfélagi á rétt á örorkulífeyri úr samtryggingarsjóði ef hann verður fyrir starfsorkumissi sem metinn er a.m.k. 50% (hjá sumum sjóðum 40%). Örorkulífeyrir er miðaður við áunnin lífeyrisréttindi og í sumum tilvikum framreiknuð réttindi.

Nánar um örorkulífeyri

Skipting ellilífeyris

Sjóðfélagi og maki geta gert samning um skiptingu ellilífeyrisréttinda. Samninga um þegar áunnin réttindi þarf að gera fyrir 65 ára aldur, þess sem yngri er. 
Við ráðleggjum þér að hafa samband við ráðgjafa hjá lífeyrissjóðnum þínum til að meta hvort slíkur samningur henti ykkur.

Nánar um skiptingu ellilífeyris

 

MUNDU EFTIR LÍFEYRISGÁTTINNI!