Lífeyrisgáttin

Hver eru réttindi þín hjá lífeyrissjóðum við starfslok?
Myndbandið útskýrir hvernig má nálgast öll réttindi hjá lífeyrissjóðum.

Fá  heildaryfirsýn yfir réttindi þín:

  • Veldu sjóðinn sem þú greiðir í núna eða sjóð sem þú hefur einhvern tímann greitt í. 
  • Skráðu þig inn á mínar síður þess sjóðs með rafrænum skilríkjum. 
  • Þegar þú hefur skráð þig inn sérðu réttindi hjá þeim sjóði.
  • Þú hakar við að kalla eftir réttindum hjá öðrum sjóðum og þá sérðu öll réttindin þín.

Í hvaða lífeyrissjóð hefur verið greitt til?

Ef þú ert ekki viss um í hvaða lífeyrissjóð þú hefur greitt, þá getur þú haft samband við Greiðslustofu lífeyrissjóða til að fá uppgefinn þann lífeyrissjóð sem þú getur leitað til.

Hægt er að senda þeim fyrirspurn á lifeyrir@greidslustofa.is.

Lífeyrissjóðir á Íslandi árið 2025:

Almenni lífeyrissjóðurinn Birta lífeyrissjóður Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Eftirlaunasjóður FÍA
Festa lífeyrissjóður Frjálsi lífeyrissjóðurinn Gildi-lífeyrissjóður Íslenski lífeyrissjóðurinn
Lífeyrissjóður Akureyrarbæjar Lífeyrissjóður bankamanna Lífeyrissjóður bænda Lífeyrissjóður Rangæinga
Lífeyrissj. starfsm. Búnaðarbanka Íslands h.f.  LSR (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) Lífeyrissjóður verzlunarmanna Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
Lífsverk lífeyrissjóður Stapi lífeyrissjóður SL lífeyrissjóður