Hver eru réttindi þín hjá lífeyrissjóðum við starfslok? Myndbandið útskýrir hvernig má nálgast öll réttindi hjá lífeyrissjóðum.
Fá heildaryfirsýn yfir réttindi þín:
Veldu sjóðinn sem þú greiðir í núna eða sjóð sem þú hefur einhvern tímann greitt í.
Skráðu þig inn á mínar síður þess sjóðs með rafrænum skilríkjum.
Þegar þú hefur skráð þig inn sérðu réttindi hjá þeim sjóði.
Þú hakar við að kalla eftir réttindum hjá öðrum sjóðum og þá sérðu öll réttindin þín.
Í hvaða lífeyrissjóð hefur verið greitt til?
Ef þú þekkir ekki til hvaða sjóðs þú hefur greitt í þá er hægt að samband við Greiðslustofu lífeyrissjóða, lifeyrir@greidslustofa.is, til að fá upplýsingar um til hvaða sjóðs þú getur leitað fyrir frekari upplýsingar um þín lífeyrisréttindi.