Kaup á fyrstu íbúð

  • Hvernig nýtist viðbótarlífeyrissparnaður við kaup á fyrstu íbúð?

      • Fyrstu kaupendur geta notað viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun, greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.
      • Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund. 
      • Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.
      • Sótt er um á vefsíðu Skattsins skattur.is 
      • Rétthafi viðbótarlífeyrissparnaðar sem hefur ekki verið eigandi að íbúðarhúsnæði, síðastliðin fimm ár, er einnig heimilt að nýta sér úrræði laga nr. 111/2016 að uppfylltum öðrum skilyrðum þeirra. 
  • Nýtist viðbótarlífeyrissparnaðurinn bara fyrir útborgun?

    Nei, viðbótarlífeyrissparnaðurinn nýtist einnig til að greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

  • Er einhver hámarksfjárhæð vegna kaupa á fyrstu íbúð?

    Já, hámarksfjárhæð á hvern einstakling er 500 þúsund krónur á ári, samfleytt í 10 ár.

  • Er hægt að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða niður sjóðfélagalán?

    Í gildi er tímabundin heimild til 31. des. 2024 til að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán, 500 þúsund kr. á ári fyrir einstakling og 750 þúsund fyrir hjón og sambúðarfólk. 

    Við kaup á fyrstu íbúð geta einstaklingar notað viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á húsnæðislán eða nýtt það sem útborgun. Þeir geta einnig farið blandaða leið.

    Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund.

    Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.

    Sótt er um hér skattur.is 

  • Hvernig er hægt að nýta tilgreinda séreign til kaupa á fyrstu fasteign?

    Hægt er að nýta tilgreinda séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu íbúð gegn uppfylltum tilteknum skilyrðum. Lífeyrissjóðurinn þinn veitir nánari upplýsingar.