Já, það er hægt skipta ellilífeyrisréttindum en skipting tekur ekki til örorku- maka- og barnalífeyris. Hægt er að skipta þegar áunnum réttindum og/eða framtíðarréttindum.
Skipting ellilífeyrisréttinda tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap eða óvígðri sambúð.
Skipting ellilífeyrisréttinda skal fela í sér gagnkvæma skiptingu sem skal vera jöfn, þ.e.a.s. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttindum sínum.
Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda skal eiga sér stað áður en taka ellilífeyris hefst.
Heimilt er að skipta allt að helmingi ellilífeyrisréttinda.
Nauðsynlegt er að skila inn gögnum og fylla út samingseyðublöð.
Ávallt þarf að skila inn hjúskaparsöguvottorði við skiptingu ellilífeyrisréttinda.
Ferlið er þannig að sá lífeyrissjóður sem sótt er um hjá annast upplýsingagjöf og leiðsögn. Sá sjóður er einnig í samskiptum við aðra sjóði í umsóknarferlinu.
Samningseyðublöð og fleiri gögn:
Heimilt er að skipta ellilífeyrisréttindum með maka/sambúðaraðila. Skiptingin á þá að vera gagnkvæm.
Það þýðir að hjón eða sambúðarfólk skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna.
Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna/sambúðarfólks nær þó aðeins til þeirra réttinda sem hafa áunnist/munu ávinnast á meðan hjúskap eða sambúið varir. Heimildin nær til allt að helmings lífeyrisréttindanna.
Hægt er að skipta lífeyrisréttindunum með eftirfarandi hætti:
Mikilvægt er að fá upplýsingar og leiðsögn hjá lífeyrissjóði áður en ellilífeyrisréttindum er skipt.
Maka þínum er heimilt að framselja til þín allt að helmingi ellilífeyrissjóðsréttinda sinna.
Við andlát sjóðfélaga fær eftirlifandi maki svokallaðan makalífeyri, hvort sem réttindum hefur verið skipt eða ekki. Óskertur makalífeyrir er greiddur í að minnsta kosti tvö ár. Ef eftirlifandi maki er með börn yngri en 18 ára á framfæri sínu er makalífeyririnn óskertur þar til yngsta barnið hefur náð 18 ára aldri. Hjá sumum lífeyrissjóðum er makalífeyrir greiddur lengur.
Ef eftirlifandi maki er öryrki við andlát sjóðfélaga og yngri en 67 ára er óskertur makalífeyrir greiddur á meðan örorkan varir.
Makalífeyrir fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar.
Hjá lífeyrissjóðnum þínum getur þú fengið nánari upplýsingar um reglur um makalífeyri.
Þeir sem ætla að gera samning um skiptingu ellilífeyrisréttinda snúa sér til þess sjóðs sem annar hvor aðilinn greiðir til og annast sá sjóður leiðsögn og upplýsingagjöf varðandi umsóknarferlið.
Ávallt þarf að skila inn hjúskaparsöguvottorði við skiptingu ellilífeyrisréttinda.
Til þess að taka upplýsta ákvörðun er mikilvægt að fá leiðsögn hjá lífeyrissjóði.