Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign, innan lágmarksiðgjalds sem er 15,5%. Þá fer 3,5% í tilgreinda séreign sem er einkaeign sjóðfélaga og 12% í samtryggingu. Myndbandið útskýrir nánar hvernig tilgreind séreign virkar.
Sjóðfélagi getur samkvæmt lögum ráðstafað 3,5% af lágmarksiðgjaldi sem er 15,5% inn á tilgreinda séreign. Lífeyrissjóðirinn þinn veitir nánari upplýsingar, en mikilvægt er að taka upplýsta ákvörðun um þennan möguleika.
Tilgreinda séreign er hægt að taka út við 62 ára aldur. Hægt er að dreifa greiðslum á fimm ára tímabil til 67 ára.
Já, það er hægt að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Já. Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi.
Já. Tilgreind séreign erfist samkvæmt erfðalögum.