Verðmæti lífeyrisréttinda og starfslok

Verðmæti lífeyrisréttinda og starfslok

Landssamtök lífeyrissjóða, í samstarfi við Mannauð – Félag mannauðsfólks á Íslandi, stóðu að málstofu um verðmæti lífeyrissjóðsréttinda með áherslu á skipulag starfsloka.

Á málstofunni voru flutt fjölbreytt erindi frá sérfræðingum úr ýmsum áttum. Farið var yfir íslenska lífeyrissjóðakerfið og einnig kynntar reynslusögur frá mannauðsdeildum fyrirtækja.

Erindi frá málstofunni má nálgast hér: Verðmæti lífeyrisréttinda

Landssamtök lífeyrissjóða þakka öllum sem tóku þátt í málstofunni og hlakka til áframhaldandi samtals um þessi mikilvægu mál.