Samstarf um séreignarsparnað

Samstarf um séreignarsparnað

Almenni lífeyrissjóðurinn og Brú lífeyrissjóður hafa ákveðið að hefja samstarf um séreignarsparnað. Í samstarfinu felst að Brú mun kynna sjóðfélögum sínum ávöxtunarleiðir Almenna fyrir séreignarsparnað.

Með samstarfinu við Almenna lífeyrissjóðinn sjáum við fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við sjóðfélaga okkar,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Brúar.

Brú mun hafa skoðað þann möguleika að stofna nýja séreignardeild en niðurstaðan var að slíkt yrði bæði kostnaðarsamt og óhagkvæmt fyrir sjóðfélaga. Þess í stað var ákveðið að leita samstarfs við Almenna lífeyrissjóðinn, sem hefur áratuga reynslu af rekstri séreignarsjóða, góða langtímaávöxtun og leggur ríka áherslu á upplýsta ákvarðanatöku sjóðfélaga.

Við erum stolt af því að vinna með Brú lífeyrissjóði, sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu og sameiningu lífeyrissjóða sveitarfélaga,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. „Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að Brú sjái ávöxtunarleiðir Almenna sem góðan kost fyrir sína sjóðfélaga.“

Sjóðfélagar Brúar hafa áfram frjálst val um hvar þeir ávaxta sinn séreignarsparnað en mikilvægt er að vera meðvitaður um að lífeyrissjóðir taka engan sölu- eða upphafskostnað.