Kafli 4: Samanburður á kjörum núverandi lífeyrisþega

Fyrri aðferðin við samanburð á lífeyri, sem fjallað var um í 3. kafla, var hlutlaus að því leyti, að ekki voru bornar saman fjárhæðir, heldur hlutfall lífeyris af meðalævitekjum. Samanburður á kjörum núverandi eða nýlegra eftirlaunaþega verður hins vegar að byggjast á upplýsingum um fjárhæðir og þá þarf einnig að finna aðferð til að bera saman verðgildi milli landa. Hér verður notast við PPP-kaupmáttarstuðla1 sem OECD reiknar út í þessum tilgangi. 

1PPP stendur fyrir enska heitið Purchasing Power Parity eða kaupmáttarjöfnuð. Þetta hagfræðihugtak er gjarnan notað til að bera saman kaupmátt launa eða annarra tekna milli landa. Reiknað er út hvað karfa tiltekins varnings og þjónustu kostar í hverju landi og síðan hvert gengi landsmynta þyrfti að vera til að karfan kostaði í reynd það sama í öllum löndunum. Þetta gengi er síðan notað við samanburð á kaupmætti.

Samanburður á lífskjörum í löndunum fimm byggist á tölum frá OECD – Efnahags- og framfarastofnuninni, en þær koma upphaflega frá hagstofum landanna.

Farnar eru tvær leiðir til að varpa ljósi á afkomu lífeyrisþega (fólks yfir 65 ára aldri):

  • Skoðaðar eru upplýsingar um tekjudreifingu og fátæktarhlutföll eftir aldurshópum.
  • Tekjur lífeyrisþega eru bornar saman við tekjur allra landsmanna og fátæktarmörk.

Sumar hagtölur skila sér seint í gagnagrunna hjá OECD, en þrátt fyrir það ætti að vera unnt að gera trúverðugan samanburð, ef haft er í huga að breytingar á lífeyriskerfum og lífskjörum almennings eru yfirleitt hægfara.

Nýjustu tölur sem OECD hefur birt fyrir löndin fimm um GINI-stuðla, fátækt og ráðstöfunartekjur eru frá árinu 2013. Vegna styrkingar íslensku krónunnar undanfarin misseri getur myndin nú verið nokkuð önnur en samanburður fyrir árin 2013 sýnir. En þegar leiðrétt er fyrir kaupmætti virðist breytingin vera af stærðargráðunni 5-6% og heildarmyndin ætti því að vera trúverðug þrátt fyrir þessa skekkju.


Tekjudreifing og fátækt

Mat eftir GINI-stuðli:

GINI-stuðullinn er algengasti mælikvarðinn á tekjudreifingu.2 OECD birtir GINI-stuðul fyrir ráðstöfunartekjur eftir skatta og tilfærslur (s.s. barnabætur, húsnæðisbætur o.þ.h.) fyrir alla þjóðina, fólk á vinnualdri og fólk á eftirlaunaaldri.

2GINI-stuðull liggur á milli talnanna 0 og 1. Því lægri sem hann er þeim mun jafnari eru tekjurnar. Ef stuðullinn er 0 eru allir með sömu tekjur. Ef hann er 1 fær einn viðtakandi allar tekjurnar og hinir ekki neitt.

Tafla 10: Tekjudreifing samkvæmt GINI-stuðli:

Land Öll þjóðin 18-65 ára 66 ára og eldri
Bretland 0,358 0,353 0,322
Danmörk 0,254 0,255 0,225
Holland 0,280 0,284 0,229
Ísland 0,244 0,246 0,227
Svíþjóð 0,281 0,281 0,271
Heimild OECD

Tafla 10 sýnir að misskipting er áberandi mest í Bretlandi, minni í Hollandi og Svíþjóð en minnst og áþekk í Danmörku og Íslandi. Þegar kemur að lífeyrisþegum eru Danmörk, Holland og Ísland með litla og mjög áþekka tekjudreifingu, en Svíþjóð og Bretlandi eru með meiri misskiptingu, þó minni en meðal fólks á vinnumarkaði.

Ætla má, samkvæmt töflu 10, að lífeyriskerfin hafi veruleg áhrif til að jafna kjörin. Athyglisvert er að verulega dregur úr misskiptingu í Hollandi þegar fólk kemst á eftirlaunaaldur.

Mat eftir fátæktarhlutfalli:

OECD birtir svonefnt fátæktarhlutfall sem sýnir hve stórt hlutfall af íbúum eða einstökum aldurshópum er undir fátæktarmörkum sem eru skilgreind sem 50% af miðgildi ráðstöfunartekna eftir skatta og tilfærslur, þ.e. sama tekjuviðmiðs og í GINI-stuðlinum. (Bent skal á að í hagskýrslugerð á Íslandi og víðar er notað hærra viðmið fyrir fátæktarmörk, 60% í stað 50% sem OECD notar hér.) 

Tafla 11: Fátæktarhlutfall eftir aldurshópum:

Land Allir íbúar 0-17 ára 18-25 ára 26-40 ára 41-50 ára 51-65 ára 66-75 ára 76 ára og eldri
Bretland 10,4% 9,9% 10,5% 8,3% 8,9% 11,8% 10,9% 17,0%
Danmörk 5,4% 2,7% 21,4% 6,0% 2,7% 2,2% 2,3% 6,2%
Holland 7,9% 10,5% 21,7% 8,3% 5,7% 4,6% 1,8% 2,5%
Ísland 4,6% 5,6% 6,4% 5,5% 4,4% 2,5% 2,0% 4,3%
Svíþjóð 8,9% 8,5% 17,0% 10,4% 6,2% 6,3% 5,2% 11,4%
Heimild OECD

Tafla 11 sýnir að fátækt er minnst á Íslandi og lífeyrisþegar eru betur settir í þessu samhengi hér en flestir aðrir aldurshópar. Holland er þó með enn betri lífskjör aldraðra í samanburði við aðra aldurshópa.

Ætla má að í tveimur öftustu dálkum töflu 11 komi fram áhrif lífeyriskerfanna á lífskjörin.

Þessar tvær aðferðir til að greina tekjudreifingu og fátækt gefa sterklega til kynna að lífeyriskerfin í Danmörku, Hollandi og Íslandi hafi það m.a. að markmiði að tryggja viðunandi lífskjör og þá sérstaklega almannatryggingaþátturinn. Svo er að sjá að kerfin í Svíþjóð og þó einkum í Bretlandi gangi mun skemmra í þessum efnum, en þá er væntanlega gert ráð fyrir aukinni framfærsluskyldu sveitarfélaganna.


Tekjur lífeyrisþega bornar saman við tekjur allra landsmanna

Hér verður gerður tvenns konar samanburður. 

  • Annars vegar er lágmarkslífeyrir úr opinbera kerfinu borinn saman við fátæktarmörk og með því sést hver er staða lífeyrisþega sem ekki hafa safnað réttindum með iðgjaldagreiðslum til opinbera kerfisins eða lífeyrissjóða.
  • Hins vegar eru tölur frá hagstofum landanna um tekjur fólks á lífeyrisaldri bornar saman við tekjur allra landsmanna. Með því sést staða lífeyrisþega sem hafa safnað réttindum með iðgjöldum.

Í samanburðinum eru notaðar tölur ársins 2016 um lífeyri úr stoðum 0 og 1, þ.e. lágmarkslífeyri opinbera kerfisins. Hins vegar verður að notast við eldri tölur um heildartekjur, ráðstöfunartekjur og þar með einnig fátæktarmörk. Síðan er kaupmáttarstuðli brugðið á niðurstöðurnar og ályktanir dregnar.

Tafla 12: Samanburður á lágmarkstekjum lífeyrisþega og allra landsmanna:

Land Miðgildi ráðstöfunartekna allra 2013 í landsmynt1) 50% fátækarmörk í landsmynt Lágmarkslífeyrir 2016 á mánuði í landsmynt2) Frávik lífeyris frá fátæktarmörkum Virði lífeyris í USD leiðrétt fyrir kaupmætti 2013 (gengi OECD)1)
Bretland 1.383 692 676 -2% 846
Danmörk 19.209 9.604 12.462 30% 1.468
Holland 1.983 992 1.162 17% 1.290
Ísland 345.399 172.700 212.776 23% 1.433
Svíþjóð 20.790 10.395 7.863 -24% 839
Heimildir: 1) OECD; 2) Vefsíður opinberra stofnana sem fara með lífeyrismál. Allar tölur fyrir skatt.

Samanburðurinn er að því leyti ónákvæmur að ekki hefur verið leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum í viðkomandi löndum á milli þeirra ára sem notuð eru (2013 og 2016), en myndin sem við blasir er það skýr og í góðu samræmi við fátæktargreininguna hér á undan að unnt er að draga ályktanir af tölunum.

Í Danmörku, Hollandi og á Íslandi er lágmarkslífeyrir opinbera kerfisins vel yfir fátæktarmörkum, en nær því tæplega í Bretlandi og er langt undir fátæktarmörkum í Svíþjóð. Kaupmáttarleiðrétting breytir myndinni ekki mikið. OECD notar almennt Bandaríkjadal (USD) í kaupmáttarleiðréttum samanburði og er þeirri venju fylgt hér.

Hafa ber í huga að í Bretlandi var til skamms tíma algengasta tilhögunin að greiða eftirlaun með ábyrgð vinnuveitenda og því má líta svo á að hugsunin á bak við lífeyriskerfi 1. stoðar hafi einvörðungu verið sú að að tryggja framfærslu upp að fátæktarmörkum. Undanfarin ár hefur starfstengdum sjóðum í æ ríkara mæli verið breytt í söfnunarsjóði með skilgreindum iðgjöldum (e. defined contribution – DC) og nýlegar breytingar á opinbera lífeyriskerfinu tóku mið af þessu, auk þess sem vinnuveitendur voru skyldaðir til að stofna aðild starfsmanna að slíkum söfnunarsjóðum (e. automatic enrollment), en starfsmenn geta þó sagt sig úr sjóðunum ef þeir vilja.

Í Svíþjóð er almannatryggingakerfið (stoðir 0 og 1) hryggjarstykkið í skipan ellilífeyrismála. Lágmarkslífeyrir er lágur, en allir á vinnumarkaði safna réttindum (þ.m.t. á tímum atvinnuleysis, foreldraorlofs, námsstyrkja og örorku) því að iðgjöld eru tekin af launum þeirra eða styrkjum/bótum. Því má ætla að þorri landsmanna eigi mun meira en lágmarksréttindi í opinbera kerfinu. Að þessu leyti er margt líkt með réttindaöflun til ellilífeyris í Svíþjóð og á Íslandi nema hvað Svíar reka stærstan hluta kerfisins með gegnumstreymi í 1. stoð en Íslendingar með sjóðsöfnun í 2. stoð

Tafla 13: Samanburður á ráðstöfunartekjum eldri borgara og allra landsmanna:

  Miðgildi ráðstöfunartekna 2013 í landsmynt       Kaupmáttarleið réttar meðaltekjur 2013 í USD
Land Eldri borgarar (66 ára og eldri)1) Allir landsmenn1) Hlutfall tekna eldri borgara af tekjum allra Lágmarkslífeyrir 1. stoðar 2016 í landsmynt2) Hlutfall lágmarkslífeyris af tekjum eldri borgara Eldri borgarar (66 ára og eldri)1) Allir landsmenn1)
Bretland 1.149 1.383 83% 676 59% 1.438 1.731
Danmörk 14.012 19.209 73% 12.462 89% 1.651 2.263
Holland 1.625 1.983 82% 1.162 72% 1.804 2.202
Ísland 289.431 345.399 84% 212.776 74% 1.950 2.327
Svíþjóð 16.531 20.790 80% 7.863 48% 1.764 2.219
Heimildir: 1) OECD; 2) Vefsíður opinberra stofnana sem fara með lífeyrismál. Allar tölur fyrir skatt.

Samanburðurinn er að því leyti ónákvæmur að ekki hefur verið leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum í viðkomandi löndum á milli þeirra ára sem notuð eru (2013 og 2016), en myndin sem við blasir er það skýr og í góðu samræmi við fátæktargreininguna hér á undan að unnt er að draga ályktanir af tölunum.

Í Danmörku, Hollandi og á Íslandi er lágmarkslífeyrir opinbera kerfisins vel yfir fátæktarmörkum, en nær því tæplega í Bretlandi og er langt undir fátæktarmörkum í Svíþjóð. Kaupmáttarleiðrétting breytir myndinni ekki mikið. OECD notar almennt Bandaríkjadal (USD) í kaupmáttarleiðréttum samanburði og er þeirri venju fylgt hér.

Hafa ber í huga að í Bretlandi var til skamms tíma algengasta tilhögunin að greiða eftirlaun með ábyrgð vinnuveitenda og því má líta svo á að hugsunin á bak við lífeyriskerfi 1. stoðar hafi einvörðungu verið sú að að tryggja framfærslu upp að fátæktarmörkum. Undanfarin ár hefur starfstengdum sjóðum í æ ríkara mæli verið breytt í söfnunarsjóði með skilgreindum iðgjöldum (e. defined contribution – DC) og nýlegar breytingar á opinbera lífeyriskerfinu tóku mið af þessu, auk þess sem vinnuveitendur voru skyldaðir til að stofna aðild starfsmanna að slíkum söfnunarsjóðum (e. automatic enrollment), en starfsmenn geta þó sagt sig úr sjóðunum ef þeir vilja.

Í Svíþjóð er almannatryggingakerfið (stoðir 0 og 1) hryggjarstykkið í skipan ellilífeyrismála. Lágmarkslífeyrir er lágur, en allir á vinnumarkaði safna réttindum (þ.m.t. á tímum atvinnuleysis, foreldraorlofs, námsstyrkja og örorku) því að iðgjöld eru tekin af launum þeirra eða styrkjum/bótum. Því má ætla að þorri landsmanna eigi mun meira en lágmarksréttindi í opinbera kerfinu. Að þessu leyti er margt líkt með réttindaöflun til ellilífeyris í Svíþjóð og á Íslandi nema hvað Svíar reka stærstan hluta kerfisins með gegnumstreymi í 1. stoð en Íslendingar með sjóðsöfnun í 2. stoð.

Tafla 14: Hlutfall heildartekna eldri borgara af heildartekjum allra landsmanna:

Land Tekjur 66 ára og eldri Tekjur 66-75 ára Tekjur 76 ára og eldri Lífeyrir Eignatekjur Laun
Bretland 82% 89% 74% (Tölur ekki tiltækar)
Danmörk 77% 82% 69% 65% 19% 16%
Holland 87% 99% 78% 83% 7% 10%
Ísland 93% 97% 87% 62% 11% 27%
Svíþjóð 86% 98% 68% 74% 12% 14%
Tölur OECD frá 2014, OECD Pensions at a Glance 2015

Opna kafla 5: Fjármögnun lífeyriskerfa