Fara yfir og hafa frumkvæði að breytingum á lögum og reglum um tryggingafræðileg uppgjör og réttindabreytingar.
Beita sér fyrir stefnumörkun um framtíðarskipan lífeyrisgreiðslna og verkaskiptingu lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar ríkisins.
Huga að samræmdum reglum og vinnulagi milli lífeyrissjóða þar sem þess gerist þörf, s.s. með setningu leiðbeinandi reglna.
Sérstök verkefni 2024-2025:
Þróun gagnasamskipta lífeyrissjóða við aðrar stofnanir í gegnum Strauminn. Verkefnið tengist samskiptum sjóðanna við ytri stofnanir og sín á milli.
Meta fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyri almannatrygginga og áhrif þeirra á framkvæmd lífeyrissjóða.
Kortleggja mál sem varða réttindi aðila sem búa erlendis og eiga réttindi hér á landi og gera aðgerðaráætlun út frá niðurstöðum.
Huga að samræmdu verklagi við meðhöndlun örorkumála eftir því sem unnt er. Í þessu samhengi m.a.:
Vinna að samræmingu á framkvæmd tekjueftirlits með örorkulífeyrisgreiðslum og meta umboð sem sjóðfélagar veita sjóðunum til gagnaöflunar.
Kanna grundvöll að stofnun úrskurðarnefndar sem myndi hafa það hlutverk að úrskurða um réttarstöðu sjóðfélaga sem ósáttir eru við afgreiðslu sinna mála.
Taka saman leiðbeinandi viðmiðunarreglur við mat á orkutapi.
Lífeyrisgáttin. Fylgjast með og styðja við uppfærslu á Lífeyrisgáttinni. Verkefni þetta er jafnframt á vegum fræðslunefndar.
Grænbók stjórnvalda. Vera til taks varðandi málefni sem heyra undir nefndina, svo sem mótun framtíðarsýnar á samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða.