Fræðslunefnd

Helstu verkefni:

  • Skipuleggja og hafa frumkvæði að námskeiðahaldi og almennri fræðslu fyrir lífeyrissjóði.
  • Vinna að gerð og þróun fræðslu- og kynningarefnis um lífeyriskerfið.
  • Efla og viðhalda síðunni Lífeyrismál.is í samstarfi við samskiptanefnd.
  • Koma Lífeyrisviti á framfæri sem víðast til almennings s.s. til fyrirtækja og stofnana og félagasamtaka.
  • Fylgja eftir nýjungum og breytingum sem tengjast lífeyrismálum með fræðslu til starfsfólks lífeyrissjóða, fyrirtækja og/eða almennings.
  • Styðja við verkefni annarra fastanefnda LL með fræðslu þar sem við á, til lífeyrissjóða, fyrirtækja og/eða almennings.

 Sérstök verkefni 2024-2025:

  • Semja fræðslu- og námskeiðsáætlun samtakanna 2024-2025 með tilheyrandi áherslum.
  • Halda málstofu um lífeyrismál í samstarfi við samskiptanefnd og Félag mannauðs.
  • Fylgjast með og styðja eftir atvikum við framgang fjármálalæsisverkefnisins Fjármálavits í grunnskólum.
  • Fylgjast með og styðja eftir atvikum við fræðslu ASÍ um lífeyrismál í framhaldsskólum og kanna möguleika á lífeyrisfræðslu í háskólum.
  • Vinna að fræðslu fyrir nýbúa, svo sem með því að uppfæra Lífeyrisvit á ensku og pólsku.
  • Fylgja eftir nýjungum og breytingum sem tengjast lífeyrismálum með fræðslu til starfsfólks lífeyrissjóða og/eða almennings eftir atvikum.