Orðasafn LL

Orðasafn fyrir starfsfólk lífeyrissjóða. Unnið upp úr leiðbeinandi reglum OECD/IOPC Góðar vinnureglur fyrir áhættustjórnkerfi lífeyrissjóða

 

 

Enska

Íslenska

Skilgreining

 

Acceptable level of risk

Ásættanleg, viðhlítandi eða  viðunandi áhætta, áhættuþröskuldur, áhættuviðmið.

Setji lífeyrissjóður sér áhættumörk eða viðmið er talað um að mæld áhætta geti verið innan marka og þá er hún ásættanleg, viðunandi eða viðhlítandi.

Achievement of objectives

Að ná settum markmiðum.

 

ad hoc

Einstök, sértækur, sérsniðinn

Latína sem merkir að gera e-ð í sérstöku tilteknu augnamiði. — l. ætlaður til sérstakra tiltekinna þarfa: an ad hoc committee, nefnd skipuð til að fjalla um tiltekið málefni í eitt sinn (andstætt fastanefnd).

Adapting

Aðlaga, eða aðlaga kerfi

 

Adequate

Fullnægjandi, nægjanlegt, viðhlítandi eða mátulegt.

Upplýsingar, vöktun og eftirlit með áhættu getur verið fullnægjandi. Hugtakið skoðast með hugtakinu viðeigandi (e. Appropriate).

Adequate monitoring system

Nægjanlegt vöktunarkerfi

Vöktun er nógu mikil eða nægjanleg og í samræmi við eðli áhættu. Mánaðarlegt eftirlit með lífeyrisgreiðslum er fullnægjandi þar sem lífeyrir er greiddur mánaðarlega. Minni tíðni gæti líka verið nægjanlegt og viðhlítandi ef villur eru sjaldgæfar.

Adverse reporting

Óhagstæðar eða neikvæðar skýrslur

Óhagstæðar eða neikvæðar skýrslur eru jafn mikilvægar og jákvæðar þegar meta á áhættu og mikilvægt að draga ekki fjöður yfir erfið málefni.

Amortisation

Greiðsla

 

Appropriate mechanisms

Tilhlýðilegir, viðeigandi eða viðhlítandi verkferlar

 

Appropriate person

Viðeigandi starfsmaður

Tilkynna á áhættu til starfsmanns eða stjórnenda með skilgreinda ábyrgð eða stöðu innan lífeyrissjóðs. Hann er þá viðeigandi aðili. Að sama skapi þarf starfsmaður með þekkingu og reynslu að mæla áhættu sem krefst kunnáttu. Hann er þá viðeigandi starfsmaður. 

Arm-s-length

án tengsla eða hagsmuna. Armslengd

Viðskipti á milli óskyldra aðila eru á armslengdar grunni.

Assess or Assessment

Vega og meta

Áhætta er tekin til vandlegrar athugunar, hún er vegin og metin.

Benchmark references

grundvallarviðmið (viðmið)

 

Business Continuity plan

Áætlun um samfelldan, órofinn, áframhaldandi rekstur.

Áætlun, áhættumat og eftirlit með áhættu sem ætlað er að tryggja órofinn eða samfelldan rekstur.

Channels of communication

Samskiptaleiðir

Samskipti starfsmanna, stjórnenda og stjórnarmanna fara eftir skilgreindum samskiptaleiðum. Alvarleg frávik í viðskiptum getur þurft að tilkynna beint til regluvarðar án milliliða.

Code of conduct

Hegðunarreglur, samskipta og siðareglur

 

Commensurate

Samrýmanlegt eða samræmi

Áhættukerfi þurfa að vera samrýmanleg eða í samræmi við eðli, stærð og hversu flókinn viðkomandi lífeyrissjóður er

Communicate

kynna, miðla til eða skýra

 

Compensation mechanisms

launaferlar

 

Complexity

Flókinn, flækjustig, margbrotinn

Starfsemi lífeyrissjóða getur verið flókin, margbrotin og flækjustigið mikið. Áhættukerfi tekur mið af stærð og eðli starfseminnar og flækjustigi hennar.

Compliance function

Regluvarsla, hlítingar- og fylgnihlutverk

Lífeyrissjóður hlítir lögum og reglum og fylgni hans við reglur má mæla með regluvörslu, gera hlítingarskýrslu eða samkvæmnismat.

Comprehensive

Heildstæð, yfirgripsmikil víðtæk og ýtarleg.

Áhættustjórnun getur verið heildstæð og yfirgripsmikil og náð yfir alla starfsemi lífeyrissjóðs. Hún getur verið víðtæk og ýtarleg.

Conflict of interest

Hagsmunarárekstur, Hagsmunadeila, Hagsmunaágreiningur, Hagsmunaskörun

Hagsmunir einstaklinga og fyrirtækja geta skarast við lífeyrissjóði, valdið togstreitu og leitt til hagsmunaárekstra. Ef hagsmunir eru óljósir getur komið upp ágreiningur um hagsmunaskörun og valdið hagsmunadeilu.

Continuous

Samfelldur, samhangandi, óslitinn og áframhaldandi

Eftirlitsaðgerðir geta verið samhangandi og framkvæmdar með reglubundnum hætti með samfelldu verklagi.

Control mechanisms

Vöktunar, eða eftirlitsferlar

 

Corporate governance

Stjórnarhættir

 

Country-specific conditions and circumstances

Sértækar aðstæður í hverju landi (mismunandi áherslur og aðstæður milli landa)

 

Decision making process

Ákvörðunarferill

Ákvörðun krefst undirbúnings, gagnaöflunar, skoðunar á gögnum og vali á forsendum. Ákvörðun er í þeim skilningi ferli en ekki einföld ákvörðun án hugsunar.

Defined benefits

Tilgreind eða föst réttindi

Lífeyrisréttindi eru ýmist fastsett eða skilgreind út frá greiddum iðgjöldum (e. defined contributions)

Delegate

Fela, fá í hendur öðrum, útvista

Starfsmönnum er falin ábyrgð með umboðsveitingu eða heimild.

Derivatives

Afleiður

Sjá lög um verðbréfaviðskipti

Document

Að skrá, skjalfesta

Stefnur og verkferlar eru skjalfestir, mælingar eru skráðar (e. Recorded)

Due diligence

Hæfileg eða tímanleg kostgæfni, ástundun

Ákvörðun sem er undirbúin tímanlega getur verið hæfileg kostgæfni eða tímanleg ástundun.

Due diligence report

Áreiðanleikakönnun Kostgæfnisathugun

Skjalfest kostgæfni og könnun á áreiðanleika gagna sem færð er í skýrslu

Due frequency

Hæfileg eða ásættanleg tíðni

Árlegt endurskoðað uppgjör getur verið ásættanleg tíðni á upplýsingum til sjóðfélaga á meðan mánaðarleg skýrsla um áhættu til stjórnar telst vera hæfileg tíðni.

Effective

Skilvirkt, virkt, árangursríkt

Áhættumat sem greinir aðalatriði frá aukaatriðum er skilvirkt og getur verið árangursríkt. Tafsamt og flókið ferli getur verið óskilvirkt.

Effectiveness, efficiency and resilience of operations

Skilvirkni og (rekstraráfallaþol)

How to check that such systems are not only in place but are operating effectively. Hvernig eigi að sjá til að slík kerfi séu til staðar og að þau séu skilvirk.

 

Establish, ment

Stofna, koma á fót kerfi

 

Ethical standard

Siðareglur, siðferðisleg viðmið

Skráðar og óskráðar reglur um samskipti við annað fólk, svo sem hvers kyns kurteisisreglur og háttsemi. Grundvallarreglur um góða og slæma hegðun, rétta og ranga mannlega breytni. 

Evaluate

Meta, virða eða ákvarða

Tími er mældur með nákvæmum hætti en niðurstöður úr áhættumati er hægt að vega og meta út frá forsendum. Niðurstaðan þarf ekki að vera einhlít.

Exposure limits

Magntakmörkun, vigt, áhættumark

Áhættuþáttur getur verið hluti af heild, hann hefur vigt sem háð er magntakmörkun. Hlutabréf í verðbréfasafni hafa vigt eða vægi

Financial instruments

Fjármálagerningar

Sjá lög um fjármálagerninga

Financial vulnerability

Fjárhagslegur veikleiki, berskjöldun

Lífeyrissjóður getur verið berskjaldaður fyrir áhættu, verið með veika fjárhagslega stöðu.

Funding gap

Van- eða undirfjármögnun, fjármagnshalli, halli

Ef eignir duga ekki fyrir lífeyrisskuldbindingum er halli á sjóðnum, hann er van- eða undir fjármagnaður. 

Funding level

Tryggingarstaða, fjármögnunarstig

 

Funding policy

Fjármagnskvöð/regla eða stefna

 

Funding risk

Sjóðsáhætta (fjármögnunaráhætta).

 

Good practices

Fóðar vinnureglur (Góðar venjur)

 

Governance

Stjórnarhættir, stjórnun, stjórnsýsla

 

Guidance

Leiðbeinandi tilmæli

 

Hand-over provisions

Yfirfærsla verkefna

Við útvistun verkefna er mikilvægt að samið sé um með hvaða hætti yfirfærsla verkefna fer fram ef viðskiptasambandi er slitið.

Hedge funds

Vogunarsjóðir

 

Holistic philosophy of management

Sannreyna áreiðanleika stjórnunar,

 

Identify

Bera kennsl á, auðkenna, að greina, meðtaka

Upphaf áhættumats er að bera kennsl á áhættu, skilgreina hana og meðtaka og viðurkenna hana sem áhættu. Að öðrum kosti er ekki hægt að mæla hana, vakta og hafa eftirlit með henni og stýra.

Implementing

Innleiða, koma í framkvæmd, fylgja eftir

Áhættustefnu er komið í framkvæmd með skilgreindum verkferlum og tímabærum mælingum.

Improving

Endurbæta, endurbætur

Frávik og breyttar aðstæður eru óumflýjanlegur hluti af rekstri lífeyrissjóða. Stöðugar endurbætur er hluti af áhættustjórnun sem miða að því að lágmarka frábrigði og aðlaga kerfið að síbreytilegum aðstæðum.

Inappropriate activites

Óviðeigandi athæfi

Athafnir og framkvæmd sem er í ósamræmi við viðurkennt verklag eða venjur.

Integral

Samofnir

 

Integrated

Samrýmd

 

Internal audit

Innri endurskoðun/úttekt

Endurskoðun á virkni innra eftirlits og fylgni við verklagsreglur og viðurkennda framkvæmd.

Internal control

Innra eftirlit

Samofið verklagi starfsmanna lífeyrissjóðs í daglegum störfum, bæði í yfirstjórn og innan hverrar deildar. Samstarf sem felur í sér gagnkvæma yfirferð, rýni og staðfestingu verkliða og athafna sem ætlað er að draga úr líkum á mistökum.

Internal control process

Innri eftirlitsferlar, vöktunarferli

Verklag og verklagsferlar sem mynda heildstætt innra eftirlitskerfi.

Investment risk

Fjárfestingaráhætta

 

Investment strategy

Fjárfestingarstefna (eða stefnumið)

Skjalfest stefna sem felur að lágmarki í sér markmið um eignasamsetningu og áætlun um hvenær markmiði skuli náð.

Key mechanism

Lykilatriði-, farvegur

 

Late contributions

Vangoldin iðgjöld

 

Liguidate

Innleysa, leysa eða skipta upp

 

Main features

Megin þættir, aðal einkenni, skapa útdrátt

 

Measure

Mæla, kvarða, mælistærð

Þegar hægt er að reikna áhættu með tölulegum hætti svo sem með staðalfráviki ávöxtunar er talað um að mæla áhættu

Monitor

Vakta eða fylgjast með

Vöktun sem í samanburði við hugtakið eftirlit er tíðari og samfelldari í tíma. Að vakta er dregið af sögninni að vaka yfir einhverju. Í samanburði er sjúklingur vaktaður með hjartsláttarrita (e. monitor) og læknir hefur eftirlit með honum (e. control)

Occupational pensions

Starfstengdur lífeyrissjóður

Lífeyrissjóður sem byggir aðild sjóðfélaga á starfsstétt þeirra.

On-going basis

Samtíða, samfelldum, eða á rauntímagrunni

Samtíða mæling eða vöktun sem framkvæmt er í rauntíma. Í ensku er talað um rauntíma eða núverandi efnahagsaðstæður sbr. an ongoing economic crisis. Hættan er ekki liðin hjá.

Outsourcing

Útvistun,

Verktaka eða þjónustuaðila er falið verkefni utan skipulagsheildar lífeyrissjóðs, verkefninu er útvistað. Úthýsing er lakari þýðing nema að starfsmanni hafi verið úthýst og fengið tiltekið verkefni með sér.

Overfunding

Offjármögnun

 

Pension plan

Lífeyrissamningur (lífeyriskerfi)

 

Pension supervisory authorities

Stjórnvöld (eftirlitsaðilar lífeyrissjóða).

 

Performance measurements

Frammistöðumælingar

 

Performance objectives

Frammistöðumarkmið

 

Periodic evaluation

Reglubundið mat

 

Plan sponsors

Bakábyrgðaraðili

 

Policy

Stefna, stefnumið, regla

 

Potential adverse experience

hugsanlegum erfiðleikum (hugsanlegum skaðlegum áhrifum)

 

Practices

vinnureglur (venjur). athæfi

 

Private equity

Einkafjármagn framtaks- fjárfestingar,

 

Private pensions

 

Séreignarsparnaður, séreignasjóður

 

Procedures

Verkferlar

 

process

Aðferð (ferli)

 

Reasonable assurance

Koma auga á (hæfilega vissu)

 

Reconciliations

Afstemming, samræma

 

Recovery period

Aðlögunartími

 

Reporting

Skýrslugjöf

 

Responsibility

Ábyrgð

 

Risk assessment

Áhættumat

 

Risk control

Áhættueftirlit

Þýðing orðsins ræðst af samhengi en í þessu samhengi hníga rök til þess að þýða það sem eftirlit.  Þannig hefur Quality control fest sig í sessi sem gæðaeftirlit og Internal control sem innra eftirlit. Í öðru samhengi getur það verið stjórnun, þannig getur sá sem er með meirihluta í fyrirtæki verið með stjórn, in control.

Risk culture

Áhættu- menning, kúltúr.

Stundum er talað um fyrirtækjabrag sem lýsa má með einkennum sem gefa til kynna hvert viðhorf starfsmanna er til áhættu.

Risk management

Áhættustjórnun (áhættustýring).

Orðið “management” er ýmist þýtt sem stjórn, stjórnun, starfræksla eða rekstur en sjaldnast sem stýring. Þannig er Fund manager jafnan þýtt sem sjóðstjóri og Market manager sem markaðsstjóri.

Risk management systems,

 

Áhættustjórnkerfi 

Áhættustjórnun er fjölþátta kerfi með mörgum þátttakendum. Í þeim skilningi er það stjórnkerfi frekar en stýrikerfi sem bera má saman við tölvukerfi sem jafnan er vísað til sem stýrikerfi. Hugtakið er sambærilegt Administative system og system of governance sem þýtt er sem stjórnkerfi. Í öllum tilfellum er vísað til þess að hafa stjórn á einhverju.

Risk Management strategy

Áhættustefna

Skjalfest stefna sem skilgreinir áhættu og markar viðmið um áhættu sem leitast er við að hafa stjórn á.

Risk monitoring

Áhættuvöktun

Sjá skilgreiningu á vöktun

Risk profile

Áhættumynd, snið eða svipmynd

 

Risk-based

Áhættumiðað, áhættugrundvallað

assessing the pension fund’s management of those risks, meta stjórnun lífeyrissjóðsins á slíkri áhættu (meta stýringu lífeyrissjóðsins á þeim áhættum)

Service providers

Þjónustuveitur, veitandi

 

Service requirements

Þjónustukröfur

 

Socially responsible investment

Samfélagslega ábyrgar fjárfestingar

 

Solvency policy

Gjaldfærnisstefna (regla)

 

Degree of sophistication

Glöggskyggni (fágun)

 

Source of retirement income

Uppspretta eftirlauna (grunnur að eftirlaunum).

 

Sponsoring member

Bakábyrgðaraðili

 

Strategic asset allocation

Stefnumarkandi eignaráðstöfun

 

Strategies

Stefnumörkun

 

Tactical asset allocation

Taktísk eignaráðstöfun

 

Temptations

Freista eða freistnivandi

 

Tender process

Útboðsferli

 

Trade execution

Framkvæmd viðskipta

 

Valuation methods

Matsaðferð, virðismat

 

Verification

Sannreyna, prófun

 

Whistle blowing

Uppljóstrari