Fréttasafn

Myndir frá fundi með Ásgeiri Jónssyni á Grandhóteli 15. nóvember

Salurinn var þéttsetinn á fundi með Dr. Ásgeiri Jónssyni, hagfræðingi og dósent í Háskóla Íslands um húsnæðis- og lánamál sem fræðslunefnd LL stóð fyrir 15. nóvember sl. Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi vefsíðunnar herborg.is mætti og kynnti síðuna.
readMoreNews

Lengsta hagvaxtarskeið sögunnar lengist enn

„Staðreyndin er sú að undanfarin ár hafa verið frábær og einstök. Meðallaun í landinu hækkuðu á tveimur árum um 20-30% og Íslandsmet var slegið í kaupmáttaraukningu...."
readMoreNews

Búðarlokan sem rakst illa í flokki en varði Alþingi í fúleggjadrífu

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar -Maður nýrra tíma - en Guðmundur kynnti sér kornungur lífeyrismál í Bretlandi og barðist fyrir umbótum á því sviði hérlendis. Guðmundur H. Garðarsson í skemmtilegu viðtali á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Hádegisfræðslufundur: Umboðsskylda fagfjárfesta og hagtölur lífeyrissjóða

LL standa fyrir tvískiptum hádegisfræðslufundi á Grandhóteli fimmtudaginn 23. nóvember. Í fyrri hlutanum fjallar Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur hjá Arionbanka, um umboðsskyldu og ábyrgar fjárfestingar og í seinni hlutanum kynnir hagtöluhópur LL uppfærðar hagtölur lífeyrissjóðanna. Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg.
readMoreNews

Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

Háskóli Íslands, Landssamband eldri borgara og Landssamtök lífeyrissjóða standa að málstofu í Lögbergi um ellilífeyriskerfi Belgíu föstudaginn 24. nóvember kl. 13:30 - 15:00. Dr. Hans Peeters, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Belgian Federal Planning og Jay Schols flytja erindi. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá LL flytur erindi um íslenska lífeyriskerfið og lærdóm af erindum Belganna. Málstofustjóri er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Allir velkomnir.
readMoreNews

Lífeyrislán aukast um 70% milli ára - sögulegt hámark!

Morgunblaðið greinir frá mikilli aukningu í sjóðfélagalánum og að toppnum sé nú þegar náð.
readMoreNews

Hádegisfræðslufundur með Ásgeiri Jónssyni um þróunina á fasteigna- og lánamarkaði

LL standa fyrir hádegisfræðslufundi með Ásgeiri Jónssyni, dósent við Hagfræðideild HÍ og forseta deildarinnar. Fundurinn er opinn öllum stjórnar- og starfsmönnum lífeyrissjóða, einkum þeim sem koma að sjóðfélagalánum. Skráning nauðsynleg. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
readMoreNews

Vinnu við rýni nýrrar persónuverndarlöggjafar miðar vel

Á vegum LL er starfandi vinnuhópur sem er að rýna þau atriði sem huga þarf að vegna væntanlegra breytinga á persónuverndarlöggjöfinni. Hópurinn hefur nú lokið sinni fyrstu yfirferð og verða kaflar úr greinargerð hópsins sendir framkvæmdastjórum sjóðanna til frekari rýni og óskað eftir athugasemdum.
readMoreNews

Auglýsing fyrir Lífeyrismál.is prýðir baksíðu Bókatíðinda 2017

"Við vörpum ljósi á lífeyrismálin" er auglýsing fyrir Lífeyrismál.is sem prýða mun baksíðu Bókatíðinda í ár. Bókatíðindum verður dreift inn á hvert heimili í næstu viku.
readMoreNews

„Harkaleg tekjutenging lífeyris og lágtekjumiðað samfélag“

„Ég tala ekki gegn skerðingum sem slíkum en þeim þarf að beita af skynsemi. Þessar tilteknu skerðingar eru alltof harkalegar og lífeyririnn er þess utan of lágur.“ segir Harpa Njáls í viðtali við Lífeyrismál.is
readMoreNews