Fréttasafn

Námskeið Félagsmálaskóla alþýðu um áhættustjórnun lífeyrissjóða. Skráningu lýkur á hádegi 20. febrúar

Á námskeiðinu verður efni nýrrar reglugerðar um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða, sem tók gildi vorið 2017, kynnt. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 26. febrúar kl. 9. - 12. Skráning á vef Félagsmálaskólans.
readMoreNews

Lífeyrisréttindi á milli landa með áherslu á EES-samninginn

Minnum á kynningu sérfræðinga Tryggingastofnunar í erlendum málum á Grandhóteli fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12:00 - 13:00. Farið verður yfir lífeyrisréttindi á milli landa með áherslu á EES-samninginn. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Fjármálalæsi í PISA könnun 2021

LL eru aðilar að Fjármálaviti og starfsfólk sjóðanna er iðið við að heimsækja krakka í skólum landsins, fræða þau um fjármál og kveikja í þeim varðandi lífeyrismál. Það að fjármálalæsi íslenskra nemenda verði metið í PISA-könnuninni árið 2021 er því sérstakt fagnaðarefni.
readMoreNews

Fjármálalæsi íslenskra nemenda metið í PISA árið 2021

Áskorun samtaka og stofnana sem koma að fjármálafræðslu ungmenna ber árangur.
readMoreNews

Áskorun til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra mennta- og menningarmála

Skorað er á menntamálaráðherra að taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar árið 2021.
readMoreNews

„Rokkað inná efri ár - Nýjar forvarnaleiðir"

Ráðstefna á vegum Öldrunarráðs Íslands, LEB og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fimmtudaginn 15. febrúar 2018.
readMoreNews
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL, Ásdís Eva Hannesdóttir, varaformaður stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Tómas Njáll Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Vel sótt málþing um mótun lífeyriskerfa og lærdóm sem draga má af alþjóðasamfélaginu

Flutt voru tvö áhugaverð erindi tengd alþjóðasamfélaginu og eftir það komu viðbrögð frá fulltrúum aðila vinnumarkaðarins. Þinginu lauk síðan með líflegum umræðum um lífeyriskerfið og hvernig hægt er að gera gott lífeyriskerfi betra.
readMoreNews

Málþing þar sem lífeyrismál verða skoðuð í alþjóðlegu samhengi

Landssamtök lífeyrissjóða standa fyrir málþingi um ýmis viðmið og reglur af vettvangi Evrópusambandsins/EES-svæðisins og Alþjóðabankans er varða þróun lífeyriskerfa. Málin verða skoðuð og rædd með tilliti til íslenskra aðstæðna. Þingið verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura á morgun 1. febrúar kl. 9:30-12:00. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Horft um öxl með Valgarði Briem á bóndadegi

 Horft um öxl með Valgarði Briem á bóndadegi „Á hvaða skeiði ævinnar líður fólki best? Á uppvaxtarárum? Á námstíma? Í starfi á vinnumarkaði eða á efri árum? Því svarar auðvitað hver fyrir sig á sinn hátt. Ég staldra við þá staðreynd að við njótum hér fyrirtaks atlætis og ég bý við góðar aðstæður ti…
readMoreNews

Skýrsla starfshóps forsætisráðherra um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu

Komin er út skýrsla um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, ásamt greinargerð frá Hagfræðistofnun og álitsgerð frá Landslögum um áhrif lífeyrissjóða á samkeppni. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skipaður var af forsætisráðherra, í samraði við ráðherranefnd um efnahagsmál. Skýrslan er a…
readMoreNews