Fjármálaleiðbeiningar til höfuðs hugsunarhættinum „þetta reddast“
„Við fáum stundum hópa framhaldsskólanema hingað í heimsókn og ég tek eftir því að þeir vita ýmislegt um Justin Bieber og um meltingarfæri jórturdýra en sáralítið um fjármál! Út af fyrir sig er slíkt eðlilegt í ljósi þess að fjármálafræðsla er ekki á dagskrá í skólunum okkar. Eiginkona mín, Björg, stakk upp á því að ég leggði mitt lóð á vogarskálar fræðslu og upplýsingar með því að skrifa bók um fjármál fyrir fólk á fyrstu árum vinnu og búskapar. Það gerði ég og hef fengið þau viðbrögð úr skólakerfinu að bókin sé vel fallin til að nota til kennslu.“
17.11.2015
Viðtöl og greinar