Í gildi er tímabundin heimild til 31. des. 2024 til að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán, 500 þúsund kr. á ári fyrir einstakling og 750 þúsund fyrir hjón og sambúðarfólk.
Við kaup á fyrstu íbúð geta einstaklingar notað viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á húsnæðislán eða nýtt það sem útborgun. Þeir geta einnig farið blandaða leið.
Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund.
Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.
Sótt er um hér skattur.is
Flestir lífeyrissjóðir veita lán til sjóðfélaga gegn fasteignaveði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kjör á lánum til sjóðfélaga eru yfirleitt vel samkeppnishæf og því eru sjóðfélagalánin góður kostur fyrir þá sem þurfa lán til lengri tíma, t.d. til að að kaupa fasteign.