Ari Skúlason, hagfræðingur í Landsbankanum, flutti á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í maí sl. áhugavert erindi sem bar yfirskriftina „Er eldra fólk unglingar nútímans?". Í viðtali við Lífeyrismál.is kemur Ari víða við og segist meðal annars óþægilega oft verða var við það að fólk veit lítið um lífeyrisréttindi sín og stöðu þegar starfsferli lýkur.
Lífeyrismál.is og ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR)
Fréttabréf Lífeyrismála.is berst þér vegna þess að nafn þitt er á póstlistanum okkar. Við sendum fréttabréfið til að koma áleiðis áhugaverðum fréttum, greinum og viðtölum við fólk í leik og starfi sem tengjast lífeyrismálum sem og upplýsingum um málþing, ráðstefnur og aðra viðburði sem tengjast Landssamtökum lífeyrissjóða. Við viljum gjarnan halda áfram að senda þér fréttabréfið en ef þú vilt taka þig af listanum geturðu hvenær sem er gert það með því að smella á hlekkinn „unsuscribe from this list" neðst í fréttabréfinu.
Á Lífeyrismál.is má finna töflu sem sýnir samanburð á nafnávöxtun séreignar og eignasamsetningu að baki mismunandi sparnaðarleiðum lífeyrissjóðanna. Um er ræða meðalávöxtun yfir 5 eða 10 ár af blönduðum söfnum, innlánasöfnum og skuldabréfasöfnum.
„Fyrstu skref í fjármálum" kennslubók í fjármálalæsi
Bók Gunnars Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, sem kennd var í um 30 grunnskólum í vetur ýmist sem hluti af stærðfræði, lífsleikni eða í valfagi í fjármálalæsi, er uppstaðan í námsefni fjármálalæsisverkefnisins Fjármálavits.
Tvær konur gegna æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, tók í dag við formennsku stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Guðrún er fyrsta konan í formannsstóli Landssamtaka lífeyrissjóða frá því þau voru stofnuð 18. desember 1998. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða frá 2011 er Þórey S. Þórðardóttir. Í fyrsta sinn gegna því konur báðum æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna.
Nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - LSR, er varaformaður.
„Við verðum vissulega að þróa lífeyriskerfið áfram og laga það að breyttum tímum. Farsælast er að það sé gert hægt og bítandi en ekki með því að ráðast að sjálfum undirstöðum þess.
Ég hvet nýja kynslóð verkalýðsforingja, og aðra sem gagnrýna lífeyrissjóðakerfið til að velja uppbyggilegar leiðir til að ná fram breytingum. Launafólk og leiðtogar þess þurfa að ákveða í sameiningu hverju skuli breyta áður en lagt er til atlögu og traust okkar mikilvæga lífeyriskerfis í heild sinni er lagt að veði.“