Fréttir og á döfinni

Hagfræðistofnun mælir með meiri fjárfestingum erlendis

Landssamtök lífeyrissjóðu stóðu nýverið fyrir kynningu á niðurstöðum starfshóps forsætisráðherra um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu. Hagfræðistofnun fjallaði í skýrslunni um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi og er umfjöllun um málið á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Kynning á reglum um persónuvernd og málþing um mótun lífeyriskerfa og alþjóðasamfélagið

LL minna á tvo viðburði á vegum samtakanna í næstu viku: Kynningu á þeim breytingum sem nýjar reglur um persónuvernd munu hafa á starfsemi lífeyrissjóða á Grandhóteli nk. þriðjudag 30. janúar kl. 10-12 og á málþingið "Mótun lífeyriskerfa. Hvað getum við lært af alþjóðasamfélaginu?" sem verður haldið nk. fimmtudag 1. febrúar á Reykjavík Natura, sal eitt, kl. 9:30 - 12:00. Skráning á báða viðburði á Lífeyrismál.is.
readMoreNews
Eggert Benedikt Guðmundsson, Gunnar Baldvinsson, Áslaug Árnadóttir, Björn Z. Ásgrímsson og Sigurður Jóhannesson. Á myndina vantar Sigrúnu Ólafsdóttur.

Frá kynningu á skýrslu starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu

Starfshópurinn kynnti efni skýrslunnar á fundi sem LL stóðu fyrir á Grandhóteli 24. janúar 2018.
readMoreNews

Þarft innlegg í umræðu um stöðu lífeyrissjóða

Yfirlýsing frá stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða. Í lok síðustu viku birti forsætisráðuneytið skýrslu um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, en hún var unnin af starfshópi sem forsætisráðherra skipaði um mitt síðasta ár. Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða lýsir ánægju með þá samantekt sem nú liggur fyrir, en hún er þarft innlegg í umræðu um stöðu íslenskra lífeyrissjóða. Meira á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Kynning á skýrslu starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu

Komin er út skýrsla um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, ásamt greinargerð frá Hagfræðistofnun og álitsgerð frá Landslögum um áhrif lífeyrissjóða á samkeppni. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skipaður var af forsætisráðherra, í samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál. LL standa nú fyrir kynningu fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða á helstu niðurstöðum skýrslunnar þann 24. janúar kl. 9:30-11:00 á Grandhóteli, salnum Hvammi. Skráning nauðsynleg.
readMoreNews

„Áhyggjulaust ævikvöld“ er markmið en ekki draumsýn

Viðtal Lífeyrismála við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs um Alþjóðabankann og lífeyrissjóðakerfið. Ólafur verður einn frummælenda á málþingi Landssamtaka lífeyrissjóða á Reykjavík Natura 1. febrúar nk.
readMoreNews

Kynning á nýjum reglum um persónuvernd

Vinnuhópur á vegum LL hefur undanfarið unnið að því að rýna þær breytingar sem nýjar reglur um persónuvernd munu hafa á starfsemi lífeyrissjóða. LL boða hér með til fundar á Grandhóteli þriðjudaginn 30. janúar kl. 10-12 þar sem hópurinn mun kynna vinnu sína. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Skráning er nauðsynleg.
readMoreNews

Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

Fjármálavit hefur tekið saman skemmtilegan annál yfir starfsemina á árinu.
readMoreNews

Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

Þessi breyting er eðlilegt tímanna tákn og fagnaðarefni sem slík. Hún er til marks um breytt viðhorf og kröfur um sveigjanlegri starfslok sem kallað er eftir í vaxandi mæli.
readMoreNews

Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð - umsóknarfrestur rennur út um áramót

Umsóknarfrestur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð þegar íbúð var keypt fyrir 1. júlí 2017 rennur út um áramót.
readMoreNews