Fréttir og á döfinni

Kynning á skýrslu starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu

Komin er út skýrsla um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, ásamt greinargerð frá Hagfræðistofnun og álitsgerð frá Landslögum um áhrif lífeyrissjóða á samkeppni. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skipaður var af forsætisráðherra, í samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál. LL standa nú fyrir kynningu fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða á helstu niðurstöðum skýrslunnar þann 24. janúar kl. 9:30-11:00 á Grandhóteli, salnum Hvammi. Skráning nauðsynleg.
readMoreNews

„Áhyggjulaust ævikvöld“ er markmið en ekki draumsýn

Viðtal Lífeyrismála við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs um Alþjóðabankann og lífeyrissjóðakerfið. Ólafur verður einn frummælenda á málþingi Landssamtaka lífeyrissjóða á Reykjavík Natura 1. febrúar nk.
readMoreNews

Kynning á nýjum reglum um persónuvernd

Vinnuhópur á vegum LL hefur undanfarið unnið að því að rýna þær breytingar sem nýjar reglur um persónuvernd munu hafa á starfsemi lífeyrissjóða. LL boða hér með til fundar á Grandhóteli þriðjudaginn 30. janúar kl. 10-12 þar sem hópurinn mun kynna vinnu sína. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Skráning er nauðsynleg.
readMoreNews

Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

Fjármálavit hefur tekið saman skemmtilegan annál yfir starfsemina á árinu.
readMoreNews

Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

Þessi breyting er eðlilegt tímanna tákn og fagnaðarefni sem slík. Hún er til marks um breytt viðhorf og kröfur um sveigjanlegri starfslok sem kallað er eftir í vaxandi mæli.
readMoreNews

Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð - umsóknarfrestur rennur út um áramót

Umsóknarfrestur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð þegar íbúð var keypt fyrir 1. júlí 2017 rennur út um áramót.
readMoreNews
-

Jólakveðja

Landssamtök lífeyrissjóða óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs
readMoreNews

Jólabarn með þjóðarrödd

Gerður G. Bjarklind er með eina þekktustu rödd landsmanna, ef ekki þá þekktustu og er sérlega sannfært jólabarn og hefur alltaf verið. Það vita þeir best sem eru svo heppnir að eiga sinn sess á jólakortalistanum hennar og bíða spenntir eftir sendingunni Bjarklind með bréfberanum jól eftir jól.
readMoreNews

Hörð mótmæli lífeyrissjóða og almennings skila tilætluðum árangri

Umfangsmiklum bónusgreiðslum vísað til föðurhúsanna. Landssamtök lífeyrissjóða fagna því að stjórn Klakka hafi ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka.
readMoreNews

Nýjar hagtölur lífeyrissjóða

Lífeyrisgreiðslur vaxa stöðugt, sjóðfélögum og lífeyrisþegum fjölgar og hlutfall kostnaðar fer lækkandi. Hagtölur lífeyrissjóða eru yfirfarnar og birtar uppfærðar hvert haust á Lífeyrismál.is.
readMoreNews