Fréttir og á döfinni

Siðferðileg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða á morgunfundi

„Ágætt er að taka fyrstu skrefin hér á heimavelli og gera ráðamönnum fyrirtækja grein fyrir því að viðmið um siðferðileg viðmið í fjárfestingum eru veruleiki en ekki orðin tóm.“
readMoreNews

Minnum á fund IcelandSIF og Landssamtaka lífeyrissjóða á Grand Hótel Reykjavík kl. 9:30 á morgun

Fundarefni: Siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Söfnunarsjóðurinn „lokar kerfinu“ og fyllir í eyður þess

„Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er að mörgu leyti venjulegur lífeyrissjóður og starfar sem slíkur en hefur líka vissa sérstöðu. Hann varð upphaflega til í fjármálaráðuneytinu vegna þess að lífeyrissjóð vantaði fyrir starfshópa sem höfðu ekki sjálfsagða aðild að neinum sjóði og "pössuðu ekki í kerfið". Sjóðurinn fékk því það hlutverk að „loka lífeyriskerfinu“ og fylla í eyður þess. Það er öðrum þræði hlutverk hans enn þann dag í dag.“
readMoreNews

Undirbúningsnámskeið fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME

Félagsmálaskóli alþýðu stendur fyrir námskeiði fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME. Námskeiðið er afar mikilvægt og hvetja LL alla nýja stjórnarmenn til að kynna sér vel hvað í námskeiðinu felst. Síðasti skráningardagur er 27. apríl.
readMoreNews

Ráðstefna á vegum PensionsEurope í Brussel 6. - 7. júní

Vakin er athygli á ráðstefnu sem PensionsEurope stendur fyrir í júní. Ráðstefnan er árleg og að þessu sinni er yfirskrift hennar "The future of work and pensions".
readMoreNews

Aðalfundur LL árið 2018

Aðalfundur LL árið 2108 verður haldinn þriðjudaginn 29. maí kl. 11 á Grand Hótel Reykjavík. Samkvæmt gildandi samþykktum LL eiga stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn aðildarsjóða rétt til setu á aðalfundinum. Skráning á Lífeyrismál.is
readMoreNews

Morgunfundur um siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 - 12:00 standa IcelandSIF í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða fyrir morgunfundi á Grand Hótel Reykjavík. Þar mun vinnuhópur á vegum IcelandSIF, ásamt öðrum sérfræðingum, kynna greiningar á því hvaða sjónarmiða og viðmiða mögulegt er að líta til þegar lífeyrissjóður setur sér stefnu um siðferðileg viðmið í fjárfestingum. Skráning á Lífeyrismál.is
readMoreNews

Starfsfólk lífeyrissjóða fjölmennti á kynningarfund TR um örorkumál

Fræðslunefnd LL stóð fyrir hádegisfræðslu 4. apríl þar sem Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Tryggingastofnun, fór yfir ferlið við umsóknir um öorkulífeyri hjá stofnuninni, samskiptin við lífeyrissjóðina og fleira.
readMoreNews

Hádegisfræðslufundir - ítrekun

LL minna á kynningu Tryggingastofnunar - ferli þegar sótt er um örorkulífeyri - á Grandhóteli á morgun 4. apríl kl. 12 - 13.
readMoreNews

Kynning Tryggingastofnunar - ferli þegar sótt er um örorkulífeyri

Miðvikudaginn 4. apríl, kl. 12 - 13 mun sérfræðingur frá Tryggingastofnun halda fræðsluerindi á Grandhóteli um það ferli sem á sér stað þegar sótt er um örorkulífeyri hjá stofnuninni, allt frá því að umsókn berst. Farið verður yfir það helsta sem hafa ber í huga og samskipti stofnunarinnar við lífeyrissjóði. Skráning á Lífeyrismál.is
readMoreNews