Fréttir og á döfinni

Hádegisfræðslufundur með Ásgeiri Jónssyni um þróunina á fasteigna- og lánamarkaði

LL standa fyrir hádegisfræðslufundi með Ásgeiri Jónssyni, dósent við Hagfræðideild HÍ og forseta deildarinnar. Fundurinn er opinn öllum stjórnar- og starfsmönnum lífeyrissjóða, einkum þeim sem koma að sjóðfélagalánum. Skráning nauðsynleg. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
readMoreNews

Vinnu við rýni nýrrar persónuverndarlöggjafar miðar vel

Á vegum LL er starfandi vinnuhópur sem er að rýna þau atriði sem huga þarf að vegna væntanlegra breytinga á persónuverndarlöggjöfinni. Hópurinn hefur nú lokið sinni fyrstu yfirferð og verða kaflar úr greinargerð hópsins sendir framkvæmdastjórum sjóðanna til frekari rýni og óskað eftir athugasemdum.
readMoreNews

Auglýsing fyrir Lífeyrismál.is prýðir baksíðu Bókatíðinda 2017

"Við vörpum ljósi á lífeyrismálin" er auglýsing fyrir Lífeyrismál.is sem prýða mun baksíðu Bókatíðinda í ár. Bókatíðindum verður dreift inn á hvert heimili í næstu viku.
readMoreNews

„Harkaleg tekjutenging lífeyris og lágtekjumiðað samfélag“

„Ég tala ekki gegn skerðingum sem slíkum en þeim þarf að beita af skynsemi. Þessar tilteknu skerðingar eru alltof harkalegar og lífeyririnn er þess utan of lágur.“ segir Harpa Njáls í viðtali við Lífeyrismál.is
readMoreNews

Ábyrgar fjárfestingar gefa í vaxandi mæli góða ávöxtun

„Íslenskum lífeyrissjóðum ber skylda til þess lögum samkvæmt að setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingum. Þeir eiga að líta á það sem tækifæri og áskorun en ekki ógnun og ættu að tileinka sér viðhorf erlendra sjóða sem taka til dæmis loftslags- og umhverfismál alvarlega í fjárfestingunum með góðum árangri.“
readMoreNews

Nýjar OECD-tölur sýna að rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er með því lægsta sem þekkist

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður lífeyrissjóða á Íslandi var tæplega 6,4 milljarðar króna árið 2016 samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Samanlagðar eignir sjóðanna voru um 3.300 milljarðar króna í árslok 2016.
readMoreNews

Lífeyrissjóðir stuðla að því að lækka langtímavexti

Því er oft haldið fram að vegna ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóðanna séu vextir háir á Íslandi. Þetta byggir á misskilningi en fullyrða má að sjóðirnir hafi gegnt lykilhlutverki í að efla sparnað og stuðla að lækkun langtímavaxta á markaði með kaupum á markaðsskuldabréfum og lánum til sjóðfélaga. Það sést best þegar kjör á lánum til húsnæðiskaupa eru borin saman. Vextir sem lífeyrissjóðirnir bjóða sínum sjóðfélögum á slíkum lánum eru þeir lægstu á markaðinum í dag.
readMoreNews

Fyrirlestur Kristján Guy Burgess um ábyrgar fjárfestingar & siðferðileg viðmið

LL stóðu fyrir fyrirlestri um ábyrgar fjárfestingar á á Grandhóteli 19. október 2017.
readMoreNews

Samfélagslega ábyrgar fjárfestingar og siðferðileg viðmið

LL standa fyrir hádegisfundi á Grandhóteli fimmtudaginn 19. október þar sem Kristján Guy Burgess, ráðgjafi, heldur fyrirlestur um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar og siðferðileg viðmið. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg á https://www.lifeyrismal.is/skraning. Sjá einnig Fundir, ráðstefnur og málþing á síðu landssamtakanna.
readMoreNews
Í móttöku Gildis lífeyrissjóðs. Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Nanna Þórarinsdóttir og Ásbjörg Hjálmarsdóttir móttökuritarar.

„Sprenging“ í sjóðfélagalánum!

„Sjóðfélagalánum hefur fjölgað svo mjög hjá okkur að líkja má við sprengingu. Furðu margir virðast reyndar ekki vita að lífeyrissjóðir láni til húsnæðiskaupa en fleiri og fleiri átta sig nú á því að þessi lán eru þau hagstæðustu á markaðinum. Eftirspurnin eykst í samræmi við það.“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, í viðtali á Lífeyrismál.is.
readMoreNews