Á vegum LL er starfandi vinnuhópur sem er að rýna þau atriði sem huga þarf að vegna væntanlegra breytinga á persónuverndarlöggjöfinni. Hópurinn hefur nú lokið sinni fyrstu yfirferð og verða kaflar úr greinargerð hópsins sendir framkvæmdastjórum sjóðanna til frekari rýni og óskað eftir athugasemdum.
Ljóst er að nýja löggjöfin mun kalla á talsverðar breytingar á verklagi lífeyrissjóða og vinnsluaðila. Mikilvægt er að sjóðirnir og vinnsluaðilar kynni sér hinar auknu kröfur og leggi þunga í að yfirfara starfssemi sína og aðlaga allt sitt verklag að breyttum reglum.