Raunávöxtun lífeyrissjóða jákvæð á liðnu ári

Raunávöxtun lífeyrissjóða jákvæð á liðnu ári

Líkt og síðustu ár taka Landssamtök lífeyrissjóða saman áætlaða ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða. Samkvæmt henni var raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða bæði fyrir samtryggingu og sérseign jákvæð árið 2024 um 6,5%. Áætlunin tekur mið af vegnu meðaltali alls eignasafns íslenskra lífeyrissjóða en endanlegar ávöxtunartölur verða birtar þegar ársreikningar sjóðanna fyrir árið 2024 liggja fyrir.

Langtíma árangur

Lífeyrissjóðir horfa til langtímaávöxtunar við fjárfestingar enda eru skuldbindingar þeirra til langs tíma. Árangur við ávöxtun til langs tíma skiptir því meginmáli. Síðustu 10 ár hefur meðalraunávöxtun sjóðanna verið um 4,0% og 5 ára um 2,7%.

Raunávöxtun lífeyrissjóða á Lífeyrismál.is

Á vefnum Lífeyrismál.is undir Tölur og gögn má finna fjölbreyttar upplýsingar um íslenska lífeyrissjóðakerfið og samanburð við önnur lönd.