Fréttir og á döfinni

Allt komið á fulla ferð hjá starfsnefndum LL og vinnuhópum

Starfsnefndir landssamtakanna hafa nú tekið til óspilltra málanna og undir þeim hinir ýmsu vinnuhópar með ákveðin afmörkuð verkefni. Meðal verkefna á borðum nefndanna eru rýni á væntanlegum breytingum á persónuverndarlöggjöfinni, gagnasamskipti lífeyrissjóðanna og fræðsluáætlun landssamtakanna, bæði inn á við og út á við, svo eitthvað sé nefnt.
readMoreNews

Birgitta Braun rak sig hastarlega á að „kerfin tala ekki saman“

Fjöldi fólks flytur til Íslands erlendis frá og Íslendingar fara utan og setjast að. Ástæða er til að kynna sér vel regluverk og kerfi almannatrygginga og lífeyrismála í nýju búsetulandi. Það getur nefnilega komið til umtalsverður munur á túlkun og/eða framkvæmd mála. Lífeyrismál.is bregða upp einu slíku sem er í senn bæði nístandi og átakanlegt.
readMoreNews

Starfsfólk lífeyrissjóðanna setur sig í stellingar fyrir verkefnið Fjármálavit

Leiðbeinendur á vegum lífeyrissjóðanna eru í startholunum og tilbúnir til að leggja sitt að mörkum til að fræða nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna um fjármál og sparnað. Þeir bætast nú í hóp yfir 200 leiðbeinenda á vegum SFF. Allir geta gerst leiðbeinendur. Ef þú hefur áhuga þá hafðu samband við rakel@ll.is.
readMoreNews

Starfsgetumat, staða og næstu skref

Morgunfundur VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Öryrkjabandalags Íslands á Grandhótel 4. október kl. 8:30 - 12:00.
readMoreNews

Tvær nýjar vefsíður sem auðvelda fólki að skilja húsnæðislánamarkaðinn

Vefsíðurnar herborg.is og aurbjorg.is gera fólki kleift að bera saman vaxtakjör og aðrar upplýsingar um íbúðalán
readMoreNews

Lífeyrissjóðirnir gengu til liðs við verkefnið Fjármálavit í vor

Öllum 10. bekkjum í grunnskólum landsins er boðið að fá heimsókn Fjármálavits. Nemendur leysa verkefni og spjalla um fjármál og eru heimsóknirnar skólunum að kostnaðarlausu. Lífeyrissjóðirnir taka nú í fyrsta skipti þátt í verkefninu og ríkir mikil tilhlökkun meðal starfsfólks sjóðanna.
readMoreNews

Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk

Einyrkjar (sjálfstætt starfandi fólk) hafa mun meira val en launþegar um að velja sér lífeyrissjóð og hve mikið þeir greiða í lífeyrissjóð. Hver er réttindastaða einyrkja gagnvart lífeyrissjóðum og hvernig er hún frábrugðin stöðu launamanns? Á Lífeyrismál.is er leitast við að svara því og meðal annars byggt á samtali við Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem segir einyrkja hafa tilhneigingu til þess að reikna sér lág laun.
readMoreNews

Nýr framkvæmdastóri Stapa lífeyrissjóðs

Jóhann Steinar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Hann tekur við starfinu af Inga Björnssyni sem hefur látið af störfum fyrir sjóðinn.
readMoreNews

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2017.
readMoreNews

Umræða um rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna og stöðu Framtakssjóðs Íslands

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða var gestur Kastljóss 30. ágúst.
readMoreNews