Í auglýsingunni er vakin athygli á því að á Lífeyrismál.is eru birtar áhugaverðar greinar og viðtöl við fólk í leik og starfi um lífeyrismál. Viðtal við Hörpu Njáls um harkalegar tekjutengingar, viðtal við Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs um sprengingu í sjóðfélagalánum og viðtal við Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, um einyrkja eru meðal efnis sem prýðir vefinn í dag.
Bókatíðindi eru prentuð í 125 þúsund eintökum og dreift inn á öll heimili í landinu. Samhliða dreifingu Bókatíðinda verða "lífeyrissjóðakonurnar okkar" sjáanlegar í tölvum landsmanna en netborðar með mynd af þessum verðugu fulltrúum verða keyrðir samhliða og Facebook mun ekki fara varhluta af nærveru þeirra.