Félagsmálaskólinn stendur fyrir undirbúningsnámskeiði fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem FME hefur tekið mið af í mati sínu.
Eru lífeyrismálin leiðinleg eða nauðsynleg? Hvað þarft þú að vita?
Fimmtudaginn 31. janúar munu Landssamtök lífeyrissjóða kynna lífeyrissjóðakerfið á Dokkufundi. Dokkufundir eru fundaröð á vegum Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, þar sem reynsluboltar miðla þekkingu og reynslu á sínu fagsviði og ætlaðir eru meðlimum Dokkunnar. Starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða er boðin þátttaka í fundinum sem hefst kl. 8:30.
Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga heldur opinn fund þriðjudaginn 18. desember klukkan 8:30-10:00 í sal Arion banka, Borgartúni 19.
Fundarefni: Útreikningar í skaðabótalögum.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Ég get ekki séð að lífeyrissjóðakerfi landsmanna verði bitbein í kjarasamningum og því síður að draga eigi lífeyrissjóði beinlínis inn í baráttu um kaup og kjör. Heildarsamtök atvinnurekenda og launafólks bera sameiginlega ábyrgð á lífeyrissjóðakerfinu, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, m.a. í áhugaverðu viðtali við Lífeyrismál.is.
Fjármálaeftirlitið hvetur lífeyrissjóði til að gæta að netöryggi
Sífellt algengara er að fyrirtæki og aðilar á fjármálamarkaði séu skotmörk þar sem reynt er að svíkja út fjármuni. FME sendi á dögunum lífeyrissjóðum og öðrum fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem þau eru hvött til að gæta netöryggis í starfsemi sinni.