"Eru lífeyrismálin leiðinleg eða nauðsynleg? Hvað þarft þú að vita?
Í kynningu á dokkan.is segir:
Nú ætlum við að taka púlsinn á lífeyrismálunum okkar. Hvernig virkar lífeyrissjóðakerfið okkar og getum við haft einhver áhrif á réttindi okkar í framtíðinni - í dag?
Nokkrar spurningar sem við leitum svara við:
- Hvað þarft þú að vita til að fá yfirsýn yfir þín réttindi?
- Getum við haft einhver áhrif á lífeyrisréttindin?
- Hvað getur þú gert núna til að tryggja réttindin þín?
Hverjir verða með okkur?
- Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
- Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða
Hvar verðum við?
Á Grand Hótel, salur Hvammur
Boðið er upp á morgunverð frá kl. 8.15 en fundurinn hefst kl. 8.30