Fræðslufundur 16. janúar kl. 9 - 10 um lífeyriskerfið og peningaþvætti.
Eggert Ármannsson, lögfræðingur hjá héraðssaksóknara á Skrifstofu fjármálgreininga lögreglu, heldur erindi undir heitinu :
Lífeyriskerfið og peningaþvætti.
Undanfarin ár hefur verið lögð meiri áhersla á varnir gegn peningaþvætti á Íslandi sem og í heiminum öllum.
Þær kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða koma m.a. fram í lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Hér gefst starfsfólki lífeyrissjóða tækifæri á að styrkja þekkingu sína gagnvart peningaþvætti og þeim ógnum sem af þeim stafa fyrir lífeyrissjóðakerfið.