Meginkröfur OECD um lífeyrissjóði uppfylltar
„OECD-rannsóknin staðfestir að íslenska lífeyriskerfið er sterkt í alþjóðlegum samanburði. Forsendur hennar eru alls staðar eins og við höfum því fengið í fyrsta sinn fengið niðurstöður sem eru fyllilega sambærilegar. Forystusveitir lífeyrissjóðanna munu rýna skýrsluna, ekki síst þar sem bent er á veikleika lífeyriskerfisins, í því skyni að gera gott kerfi enn betra,“ segir Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, um nýja skýrslu þar sem birtur er íslenskur hluti alþjóðlegs rannsóknarverkefnis vegna samanburðar á nægjanleika lífeyris fólks á aldrinum 35-64 ára á vinnumarkaði árið 2012.
15.01.2015