Fréttasafn

Morgunverðarfundur um eigendastefnur

Landssamtök lífeyrissjóða og Samtök sparifjáreigenda héldu í samstarfi morgunverðarfund um eigendastefnur. Frummælendur á fundinum voru: Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka sparifjáreigendi fjallaði um hluthafastefnu ...
readMoreNews

Hús tekið á reynslubolta í Gildi

„Kannski stuðlum við að því að fleiri sameiningarmál lífeyrissjóða komist á hreyfingu í framhaldinu. Það væri eðlilegt að sjóðunum fækki enn frekar og ég get alveg séð fyrir mér að þeir verði á endanum einungis fjórir eða fimm á almennum markaði og svo sjóðir fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga að auki. Hugmyndir um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn eru hins vegar að mínu mati rangar og verða vonandi aldrei ræddar í alvöru. Það er heilbrigt að hafa samkeppni í lífeyriskerfinu eins og annars staðar. Sjóðirnir eru ólíkir á ýmsan hátt og eiga að vera það.“
readMoreNews
Gunnar Baldvinsson á blaðamannafundi forystu Landssamtaka lífeyrissjóða í febrúar 2015.

Þrír komma fimm er talan!

Talan 3,5 er vissulega hvorki heilög né töfrum hlaðin en hún kemur mjög við sögu í tengslum við lífeyrissjóði og eftirlaunasparnað á Íslandi: - Miðað er við 3,5% raunvexti þegar lífeyrissjóðir reikna út réttindi sjóðfélaga. - 3,5% ávöxtunarviðmið er notað til að reikna út verðmæti eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða svo unnt sé að meta hvort þeir standi við lífeyrisskuldbindingar sínar.
readMoreNews
Starfsmenn Greiðslustofu lífeyrissjóða í október 2014: Matthildur Hermannsdóttir framkvæmdastjóri, Jóhanna Ólafsdóttir og Sara Jóna Stefánsdóttir

41 þúsund lífeyrisþegar 2,4 milljarðar króna 3 starfsmenn

Lítið fer fyrir Greiðslustofu lífeyrissjóðanna hvernig svo sem á er litið. Í húsakynnum hennar er ekki sérlega vítt til veggja og þar eru bara þrír starfsmenn. Þarna slær samt hjarta þriðjungs lífeyrissjóðakerfisins. Fjórir tugir þúsunda manna fá mánaðarlega yfir tvo milljarða króna frá Greiðslustofunni fyrir hönd ellefu lífeyrissjóða, um 35% alls lífeyris sem greiddur er úr íslenskum lífeyrissjóðum hverju sinni.
readMoreNews

Samrunasamningur Gildis og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga.

Stjórnir Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga hafa undirritað samning um samruna sjóðanna sem taka mun gildi 1. janúar 2015. Gildi mun þá taka við öllum eignum og skuldbindingum Lsj. Vestfirðinga sem þá sameinist ...
readMoreNews

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum

Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2014 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík Auglýsing Öldrunarráðs hér í PDF
readMoreNews

Lífeyristryggingar sem séreignarsparnaður

Grein sem Ólafur Páll Gunnarsson framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og verkefnisstjóri lífeyrissparnaðar hjá Landsbankanum skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu 2. október 2014 undir yfirskriftinni:  Lífeyristryggin...
readMoreNews

Er hægt að gera gott kerfi enn betra?

Almenna lífeyrissjóðakerfið á Íslandi er kerfi með skilgreint framlag. Hægt er að breyta réttindakerfi lífeyrissjóða á þann veg að jafnvægi sé ávallt á milli eigna og skuldbindinga. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri St...
readMoreNews

Gagnaskil lífeyrissjóða í tengslum við framkvæmd laga nr. 35/2014

Upplýsingafundur vegna gagnaskila lífeyrissjóða í tengslum við framkvæmd laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. 15. september 2014. Agni Ásgeirsson fór yfir framkvæmdina. PDF skjal frá fundinum.
readMoreNews

Landssamtök lífeyrissjóða óska eftir sérfræðingi til starfa

readMoreNews