Almenna lífeyrissjóðakerfið á Íslandi er kerfi með skilgreint framlag. Hægt er að breyta réttindakerfi lífeyrissjóða á þann veg að jafnvægi sé ávallt á milli eigna og skuldbindinga.
Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur sett fram hugmyndir um breytingar á almenna lífeyrissjóðakerfinu. Fram fór kynning á tillögunum á fundi þann 30. september.