Mánaðarpóstur - Janúar 2015

manadarpostur

Fréttir

Nýr starfsmaður LL

Bryndis_180x232
Bryndís Ásbjarnardóttir, fjármálahagfræðingur, hefur nú hafið störf fyrir LL. Hún mun koma að fjölbreyttum verkefnum á vegum samtakanna og starfa með hinum ýmsu starfshópum. Við bjóðum Bryndísi velkomna til starfa.

Vefflugan

LL hafa nú gefið út þriðja tölublað af Vefflugunni en ritið er mjög efnismikið að þessu sinni enda tveir stórir viðburðir sem gefa ærið tilefni til að vekja athygli á: útgáfa bókar um afleiðingar fjármagnshafta og málþing Við lifum vel og lengi.

Hagtölur

Nú hafa hagtölur lífeyrissjóða verið uppfærðar á heimasíðu LL. Tölurnar miðast við árslok 2013 og eru einkum unnar upp úr gögnum frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands.

OECD- rannsókn um nægjanleika lífeyris

LL í samstarfi við Fjármálaeftirlitið hafa tekið þátt í rannsókn á vegum OECD um nægjanleika lífeyrissparnaðar (e. retirement saving adequacy). Ítarleg skýrsla með helstu niðurstöðum er í vinnslu og er stefnt á að halda kynningarfund þann 4. febrúar n.k.

Lífeyrissjóðir og húsnæði fyrir aldraða

Undanfarið hefur nokkur umræða verið í fjölmiðlum um aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun húsnæðis fyrir aldraða. Af því tilefni birtu LL stutta fréttagrein um aðkomu sjóðanna að málaflokknum.

Lífeyrisgáttin

Við getum öll verið sammála um að vel tókst til með Lífeyrisgáttinni sem opnuð var formlega á fjölmennum fundi þann 29. október 2013. Nú er stefnt á 2. útgáfu næsta haust þar sem sjóðfélögum verður gert kleift að nálgast séreignarsparnað sem er í vörslu lífeyrissjóða.

Á döfinni

Ábyrgðartrygging stjórnenda

Á morgun 16. janúar kl. 13 verður haldinn fræðslufundar á Grand hótel þar sem Þóra Hallgrímsdóttir, lögfræðingur mætir og gerir grein fyrir helstu efnisatriðum ábyrðartrygginga stjórna og stjórnenda lífeyrissjóða með áherslu á kosti þeirra og galla.

Skipting ellilífeyrisréttinda

Fræðslunefnd LL hefur ákveðið að standa fyrir reglulegum hádegisfræðslufundum fyrir starfsmenn lífeyrissjóða. Þann 22. janúar kl. 12-13 verður fræðsla um helstu atriði er varða skiptingu ellilífeyrisréttinda milli sjóðfélaga og maka.

Greinar um lífeyrismál

Breytingar í vændum, erum við tilbúin?

Gunnar Baldvinsson,
formaður stjórnar LL, ritaði grein í Morgunblaðið

Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri LL ritaði nýverið tvær greinar sem birtust í Kjarnanum.

Er staða lífeyrissjóðanna góð?
Til varnar verðtryggingunni