Snædís Ögn Flosadóttir, framkv.stj. EFíA og LSBÍ og Jarþrúður Hanna Jónsdóttir, sviðsstjóri RSK kynntu úrræðið á Grandhóteli 16. ágúst.
Lögin tóku gildi 1. júlí sl. og heimila úttekt á iðgjöldum í séreignarlífeyrissjóð án skattskyldu í 10 ár samfellt.
Fjármálaeftirlitið telur að það standist ekki lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að meina sjóðfélaga að fela öðrum lífeyrissjóði að ávaxta tilgreinda séreign sína en þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Þessu eru Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) ósammála.
Hverjar eru konurnar sem tóku að sér að vera „andlit lífeyrissjóðanna“ í ímyndarauglýsingum sem birst hafa í sjónvarpi og eru áberandi hér á vefnum Lífeyrismál.is? Margir velta því fyrir sér og sjálfsagt er að svara spurningunni – og þótt fyrr hefði verið!