Fréttir og greinar

Kynning á skýrslu starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu

Komin er út skýrsla um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, ásamt greinargerð frá Hagfræðistofnun og álitsgerð frá Landslögum um áhrif lífeyrissjóða á samkeppni. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skipaður var af forsætisráðherra, í samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál. LL standa nú fyrir kynningu fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða á helstu niðurstöðum skýrslunnar þann 24. janúar kl. 9:30-11:00 á Grandhóteli, salnum Hvammi. Skráning nauðsynleg.
readMoreNews

Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

Fjármálavit hefur tekið saman skemmtilegan annál yfir starfsemina á árinu.
readMoreNews

VIRK auglýsir eftir umsóknum um styrki. Frestur til 15. janúar

Um er að ræða styrki sem veittir eru til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna.
readMoreNews

Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

Þessi breyting er eðlilegt tímanna tákn og fagnaðarefni sem slík. Hún er til marks um breytt viðhorf og kröfur um sveigjanlegri starfslok sem kallað er eftir í vaxandi mæli.
readMoreNews

Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð - umsóknarfrestur rennur út um áramót

Umsóknarfrestur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð þegar íbúð var keypt fyrir 1. júlí 2017 rennur út um áramót.
readMoreNews
-

Jólakveðja

Landssamtök lífeyrissjóða óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs
readMoreNews

Hörð mótmæli lífeyrissjóða og almennings skila tilætluðum árangri

Umfangsmiklum bónusgreiðslum vísað til föðurhúsanna. Landssamtök lífeyrissjóða fagna því að stjórn Klakka hafi ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka.
readMoreNews

Nýjar hagtölur lífeyrissjóða

Lífeyrisgreiðslur vaxa stöðugt, sjóðfélögum og lífeyrisþegum fjölgar og hlutfall kostnaðar fer lækkandi. Hagtölur lífeyrissjóða eru yfirfarnar og birtar uppfærðar hvert haust á Lífeyrismál.is.
readMoreNews
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Mynd: Haraldur Guðjónsson VB.

"Tekjutengingar ganga of langt" segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

Þórey í viðtali við Viðskiptablaðið 19. nóvember um tekjutengingar, samspil almannatrygginga og lífeyrissjóðakerfisins og fleira.
readMoreNews

Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

Háskóli Íslands, Landssamband eldri borgara og Landssamtök lífeyrissjóða standa að málstofu í Lögbergi um ellilífeyriskerfi Belgíu föstudaginn 24. nóvember kl. 13:30 - 15:00. Dr. Hans Peeters, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Belgian Federal Planning og Jay Schols flytja erindi. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá LL flytur erindi um íslenska lífeyriskerfið og lærdóm af erindum Belganna. Málstofustjóri er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Allir velkomnir.
readMoreNews