Fréttir og greinar

Morgunfundur um siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 - 12:00 standa IcelandSIF í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða fyrir morgunfundi á Grand Hótel Reykjavík. Þar mun vinnuhópur á vegum IcelandSIF, ásamt öðrum sérfræðingum, kynna greiningar á því hvaða sjónarmiða og viðmiða mögulegt er að líta til þegar lífeyrissjóður setur sér stefnu um siðferðileg viðmið í fjárfestingum. Skráning á Lífeyrismál.is
readMoreNews

Viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands 2018

Óskað er eftir tilnefningum til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar. Frestur til og með 20. apríl.
readMoreNews

Evrópukeppni í fjármálalæsi

Fjármálavit, verkefni um eflingu fjármálalæsis í efstu bekkjum grunnskólans sem Landssamtök lífeyrissjóða eru aðilar að, stóð nýverið fyrir "Fjármálaleikunum" þar sem nemendum í 10. bekkjum grunnskóla landsins gafst kostur á að spreyta sig á spurningum er tengjast ýmsum hliðum fjármála, þ.á m. lífeyrismálum. Austurbæjarskóli var hlutskarpastur og hlýtur að launum 100 þúsund krónur og miða fyrir tvo fulltrúa skólans ásamt kennara til Brussel til að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi 8. maí nk.
readMoreNews

Það er hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða að standa vörð um réttindi sjóðfélaga

segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL í viðtali við Fréttablaðið nýverið. Þórey bendir í viðtalinu á mikilvægi fræðslu því of algengt sé að fólk þekki ekki réttindi sín í lífeyrissjóðunum.
readMoreNews

PensionsEurope heldur sína árlegu ráðstefnu í Brussel í júní

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er "Future of Work and Pensions". Ráðstefnan er haldin dagana 6 og 7 júní.
readMoreNews

Fullt hús á fundi Samtaka um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi

Samtökin sem kalla sig IcelandSIF voru stofnuð í nóvember sl. og héldu nýverið sinn fyrsta opinbera fund.
readMoreNews

Fjármálalæsi íslenskra nemenda metið í PISA árið 2021

Áskorun samtaka og stofnana sem koma að fjármálafræðslu ungmenna ber árangur.
readMoreNews

Áskorun til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra mennta- og menningarmála

Skorað er á menntamálaráðherra að taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar árið 2021.
readMoreNews

„Rokkað inná efri ár - Nýjar forvarnaleiðir"

Ráðstefna á vegum Öldrunarráðs Íslands, LEB og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fimmtudaginn 15. febrúar 2018.
readMoreNews

Þarft innlegg í umræðu um stöðu lífeyrissjóða

Yfirlýsing frá stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða. Í lok síðustu viku birti forsætisráðuneytið skýrslu um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, en hún var unnin af starfshópi sem forsætisráðherra skipaði um mitt síðasta ár. Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða lýsir ánægju með þá samantekt sem nú liggur fyrir, en hún er þarft innlegg í umræðu um stöðu íslenskra lífeyrissjóða. Meira á Lífeyrismál.is.
readMoreNews