Fréttir og greinar

Lífeyrissjóðir bregðist við eigin umsvifum með auknu gagnsæi

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í viðtali við Lífeyrismál.is það beinlínis ótrúverðugt ef umsvifamiklir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði sýni ekki fyrirtækjum sem þeir eiga hluti í áhuga með virkri þátttöku á hluthafafundum.
readMoreNews

Fjölmenni sótti morgunfund LL og Kjarnans um stærð lífeyrissjóðakerfisins

Framsögu höfðu þeir Þorbjörn Guðmundsson, Gylfi Magnússon, Már Guðmundsson og Jón Þór Sturluson. Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði fundinum. Greinargerð frá fundinum er væntanleg á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland? Skráning hér.

Landssamtök lífeyrissjóða og Kjarninn standa fyrir morgunverðarfundi 9. maí þar sem stærð lífeyrissjóðakerfisins verður til umræðu.
readMoreNews

Verða lífeyrissjóðir of stórir fyrir Ísland?

Morgunverðarfundur 9. maí kl. 8:30 - 10:00 þar sem leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort íslenska lífeyrissjóðakerfið sé of stórt miðað við hagkerfi landsins. Framsögumenn: Þorbjörn Guðmunsson, formaður stjórnar LL, Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við HÍ, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Jón Þór Sturluson, starfandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fundarstjóri verður Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarfréttastjóri Kjarnans. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Siðferðileg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða á morgunfundi

„Ágætt er að taka fyrstu skrefin hér á heimavelli og gera ráðamönnum fyrirtækja grein fyrir því að viðmið um siðferðileg viðmið í fjárfestingum eru veruleiki en ekki orðin tóm.“
readMoreNews

Morgunfundur um siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 - 12:00 standa IcelandSIF í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða fyrir morgunfundi á Grand Hótel Reykjavík. Þar mun vinnuhópur á vegum IcelandSIF, ásamt öðrum sérfræðingum, kynna greiningar á því hvaða sjónarmiða og viðmiða mögulegt er að líta til þegar lífeyrissjóður setur sér stefnu um siðferðileg viðmið í fjárfestingum. Skráning á Lífeyrismál.is
readMoreNews

Viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands 2018

Óskað er eftir tilnefningum til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar. Frestur til og með 20. apríl.
readMoreNews

Evrópukeppni í fjármálalæsi

Fjármálavit, verkefni um eflingu fjármálalæsis í efstu bekkjum grunnskólans sem Landssamtök lífeyrissjóða eru aðilar að, stóð nýverið fyrir "Fjármálaleikunum" þar sem nemendum í 10. bekkjum grunnskóla landsins gafst kostur á að spreyta sig á spurningum er tengjast ýmsum hliðum fjármála, þ.á m. lífeyrismálum. Austurbæjarskóli var hlutskarpastur og hlýtur að launum 100 þúsund krónur og miða fyrir tvo fulltrúa skólans ásamt kennara til Brussel til að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi 8. maí nk.
readMoreNews

Það er hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða að standa vörð um réttindi sjóðfélaga

segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL í viðtali við Fréttablaðið nýverið. Þórey bendir í viðtalinu á mikilvægi fræðslu því of algengt sé að fólk þekki ekki réttindi sín í lífeyrissjóðunum.
readMoreNews

PensionsEurope heldur sína árlegu ráðstefnu í Brussel í júní

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er "Future of Work and Pensions". Ráðstefnan er haldin dagana 6 og 7 júní.
readMoreNews