Fréttir og greinar

Ávöxtun allra leiða séreignarsparnaðar

Á Lífeyrismál.is má finna töflu sem sýnir samanburð á nafnávöxtun séreignar og eignasamsetningu að baki mismunandi sparnaðarleiðum lífeyrissjóðanna. Um er ræða meðalávöxtun yfir 5 eða 10 ár af blönduðum söfnum, innlánasöfnum og skuldabréfasöfnum.
readMoreNews

„Fyrstu skref í fjármálum" kennslubók í fjármálalæsi

Bók Gunnars Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, sem kennd var í um 30 grunnskólum í vetur ýmist sem hluti af stærðfræði, lífsleikni eða í valfagi í fjármálalæsi, er uppstaðan í námsefni fjármálalæsisverkefnisins Fjármálavits.
readMoreNews

Tvær konur gegna æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, tók í dag við formennsku stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Guðrún er fyrsta konan í formannsstóli Landssamtaka lífeyrissjóða frá því þau voru stofnuð 18. desember 1998. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða frá 2011 er Þórey S. Þórðardóttir. Í fyrsta sinn gegna því konur báðum æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna.
readMoreNews

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 2018

Nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - LSR, er varaformaður.
readMoreNews
Þorbjörn í góðra manna hópi að ársfundi Birtu lífeyrissjóðs loknum. Frá vinstri: Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og núverandi ráðgjafi Samtaka atvinnulífsins í lífeyrismálum, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þorbjörn Guðmundsson.

Þorbjörn hættir á toppnum

„Við verðum vissulega að þróa lífeyriskerfið áfram og laga það að breyttum tímum. Farsælast er að það sé gert hægt og bítandi en ekki með því að ráðast að sjálfum undirstöðum þess. Ég hvet nýja kynslóð verkalýðsforingja, og aðra sem gagnrýna lífeyrissjóðakerfið til að velja uppbyggilegar leiðir til að ná fram breytingum. Launafólk og leiðtogar þess þurfa að ákveða í sameiningu hverju skuli breyta áður en lagt er til atlögu og traust okkar mikilvæga lífeyriskerfis í heild sinni er lagt að veði.“
readMoreNews

Lífeyrissjóðir bregðist við eigin umsvifum með auknu gagnsæi

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í viðtali við Lífeyrismál.is það beinlínis ótrúverðugt ef umsvifamiklir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði sýni ekki fyrirtækjum sem þeir eiga hluti í áhuga með virkri þátttöku á hluthafafundum.
readMoreNews

Fjölmenni sótti morgunfund LL og Kjarnans um stærð lífeyrissjóðakerfisins

Framsögu höfðu þeir Þorbjörn Guðmundsson, Gylfi Magnússon, Már Guðmundsson og Jón Þór Sturluson. Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði fundinum. Greinargerð frá fundinum er væntanleg á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland? Skráning hér.

Landssamtök lífeyrissjóða og Kjarninn standa fyrir morgunverðarfundi 9. maí þar sem stærð lífeyrissjóðakerfisins verður til umræðu.
readMoreNews

Verða lífeyrissjóðir of stórir fyrir Ísland?

Morgunverðarfundur 9. maí kl. 8:30 - 10:00 þar sem leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort íslenska lífeyrissjóðakerfið sé of stórt miðað við hagkerfi landsins. Framsögumenn: Þorbjörn Guðmunsson, formaður stjórnar LL, Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við HÍ, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Jón Þór Sturluson, starfandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fundarstjóri verður Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarfréttastjóri Kjarnans. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Siðferðileg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða á morgunfundi

„Ágætt er að taka fyrstu skrefin hér á heimavelli og gera ráðamönnum fyrirtækja grein fyrir því að viðmið um siðferðileg viðmið í fjárfestingum eru veruleiki en ekki orðin tóm.“
readMoreNews