Sjóðsöfnun eða gegnumstreymi? Kostir og gallar
„Íslendingar eru komnir allra þjóða lengst í því að byggja upp lífeyriskerfi sjóðsöfnunar þar sem miðað er við að hver kynslóð leggi til hliðar á starfsævinni til efri áranna. Til þessa er horft, enda fetum við þá braut sem Efnahags- og framfarastofnunin – OECD og Alþjóðabankinn mæla eindregið með í ljósi þess að samfélög, fyrirtæki og efnahagskerfi ríkja ráða ekki við það til lengdar að fjármagna eftirlaun með sköttum að mestu eða öllu leyti í svokölluðu gegnumstreymiskerfi.
06.02.2019