Söfnunarsjóðurinn „lokar kerfinu“ og fyllir í eyður þess
„Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er að mörgu leyti venjulegur lífeyrissjóður og starfar sem slíkur en hefur líka vissa sérstöðu. Hann varð upphaflega til í fjármálaráðuneytinu vegna þess að lífeyrissjóð vantaði fyrir starfshópa sem höfðu ekki sjálfsagða aðild að neinum sjóði og "pössuðu ekki í kerfið". Sjóðurinn fékk því það hlutverk að „loka lífeyriskerfinu“ og fylla í eyður þess. Það er öðrum þræði hlutverk hans enn þann dag í dag.“
25.04.2018
Viðtöl og greinar|Fréttir af LL|Sjálfstætt starfandi