Fréttir

Þorbjörn í góðra manna hópi að ársfundi Birtu lífeyrissjóðs loknum. Frá vinstri: Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og núverandi ráðgjafi Samtaka atvinnulífsins í lífeyrismálum, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þorbjörn Guðmundsson.

Þorbjörn hættir á toppnum

„Við verðum vissulega að þróa lífeyriskerfið áfram og laga það að breyttum tímum. Farsælast er að það sé gert hægt og bítandi en ekki með því að ráðast að sjálfum undirstöðum þess. Ég hvet nýja kynslóð verkalýðsforingja, og aðra sem gagnrýna lífeyrissjóðakerfið til að velja uppbyggilegar leiðir til að ná fram breytingum. Launafólk og leiðtogar þess þurfa að ákveða í sameiningu hverju skuli breyta áður en lagt er til atlögu og traust okkar mikilvæga lífeyriskerfis í heild sinni er lagt að veði.“
readMoreNews

Lífeyrissjóðir bregðist við eigin umsvifum með auknu gagnsæi

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í viðtali við Lífeyrismál.is það beinlínis ótrúverðugt ef umsvifamiklir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði sýni ekki fyrirtækjum sem þeir eiga hluti í áhuga með virkri þátttöku á hluthafafundum.
readMoreNews

Fundur IcelandSIF með Morningstar og Sustainalytics

Vakin er athygli á fundi á vegum fræðsluhóps IcelandSIF á Hilton Hótel 30. maí kl. 9:30 - 11:30. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Morningstar og Sustainalytics. Skráning á vef IcelandSIF.
readMoreNews

Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, kynnti niðurstöður meistararitgerðar á hádegisfræðslufundi

Í kynningunni var fjallað um spurninguna hvort hægt sé að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P 500 vísitöluna.
readMoreNews

Er hægt að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P vísitöluna?

LL minna á hádegiskynningu Svandísar Rúnar Ríkarðsdóttur, sviðsstjóra eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, á meistararitgerð hennar um það hvort hægt sé að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P500 vísitöluna. Fundurinn stendur frá kl. 12 - 13. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Breytingar skal ræða en ekki bylta kerfinu

Stærð lífeyrissjóðakerfisins var til umræðu á fjölmennum fundi sem Landssamtök lífeyrissjóða stóðu fyrir 9. maí sl. Frummælendur á fundinum voru fjórir og nálguðust umræðuefnið hver á sinn hátt. Upptökur frá fundinum eru aðgengilegar á Lífeyrismál.is
readMoreNews

Fjölmenni sótti morgunfund LL og Kjarnans um stærð lífeyrissjóðakerfisins

Framsögu höfðu þeir Þorbjörn Guðmundsson, Gylfi Magnússon, Már Guðmundsson og Jón Þór Sturluson. Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði fundinum. Greinargerð frá fundinum er væntanleg á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

LL minna á áhugaverða námsstefnu um stjórnarhætti 14. maí nk.

Helstu áherslur námsstefnunnar verða á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Námsstefnan verður haldin í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur 14. maí og stendur frá kl. 8:30 til 16:00. Skráning á tix.is.
readMoreNews

Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland? Skráning hér.

Landssamtök lífeyrissjóða og Kjarninn standa fyrir morgunverðarfundi 9. maí þar sem stærð lífeyrissjóðakerfisins verður til umræðu.
readMoreNews

Stjórnarhættir - námsstefna 14. maí í samstarfi við Nasdaq á Íslandi, SA og Viðskiptaráð Íslands

Um er að ræða heilsdags námsstefnu um stjórnarhætti þar sem áherslan verður á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Þetta er einstakt tækifæri til að hlýða á tvo af fremstu sérfræðingum Kanada sem hafa áratuga reynslu af stjórnun og stjórnarsetu, m.a. í stjórnum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, og ráðgjöf þar að lútandi. Stjórnarmenn og starfsmenn lífeyrissjóða eru hvattir til að mæta. Skráning á tix.is.
readMoreNews