Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynnt áform ríkisins um að slíta ÍL-sjóði og standa þannig ekki við gerða samninga með þeim afleiðingum að tjóni verði velt yfir á eigendur íbúðabréfa. Stærsti eigandi bréfanna eru lífeyrissjóðir landsmanna og trúverðugleiki ríkisins sem viðsemjanda vegna þessara áforma eðli máls samkvæmt í mikilli hættu. Ljóst er að þessi ólögmætu áform ríkisins kæmu til með að baka því skaðabótaskyldu sem er til samræmis við niðurstöðu fjölda lögfræðilegra álitsgerða sem unnar hafa verið vegna málsins.
Mikilvægt er að ríkið falli frá þessum áformum, gangist við ábyrgð sinni og hefji viðræður við eigendur bréfanna á réttum forsendum líkt og lífeyrissjóðirnir hafa líst yfir vilja til. Við eigum að geta treyst ríkinu sem viðsemjanda en orðspor íslenska ríkisins liggur hér að veði.
Í samráðsgátt stjórnvalda, mál nr. S-78/2023, má sjá fjölda umsagna þar sem varað er við þessum áformum ríkisins. Hér má sjá: