Akureyringar og nærsveitarmenn fjölmenntu á afmælishátíðina í Hofi þann 30. maí. Þar var dagskráin sem flutt var í Hörpu 28. maí endurflutt fyrir utan að Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, fluttu ávörp.
Ávarp Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri
Ávarp Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða
Katrin Jakobsdóttir, forsætisráðherra flutti ávarp á hátíðinni í Hörpu þar sem hún tvinnaði saman hugmyndum og atvikum í lífeyrismálum að fornu og nýju á meistaralegan hátt og vísast til fréttar hér á vefnum frá 29. maí 2019. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, flutti hátíðarávarp.
Ávarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða
Heimildarmyndin Lífeyrisöldin 1919-2019 var frumsýnd og skemmtikraftarnir og stjórnendur dagskrárinnar þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson og Jón Ólafsson fóru á kostum.
Upptaka frá afmælisdagskránni í Hörpu:
Hér eru nokkrar myndir frá afmælishátíðinni í Hofi. Myndir frá hátíðinni í Hörpu eru aðgengilegar hér