Á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytið er sagt frá því að tillögur Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga um breytingar á forsendum reiknigrunns um lífslíkur hafi verið staðfestar.
Fram kemur að þar sem um veigamiklar breytingar er að ræða hjá lífeyrissjóðum að meta skuldbindingar milli mismunandi aldurshópa verði þeim heimilt að innleiða breyttar forsendur á næstu tveimur árum.
Þegar tryggingafræðileg athugun fer fram fyrir árið 2023 skulu allir lífeyrissjóðir vera búnir að innleiða breyttar forsendur um lífslíkur.