Til varnar verðtryggingunni

Hrafn Magnússon ritaði grein undir fyrirsögninni Til varnar verðtryggingunni sem birtist á Kjarnanum 3.desember 2014

Verðtrygging mælir verðbólguna
Það er með ólíkindum hvað sumir hamast á móti verðtryggingunni nú til dags og telja hana rót alls efnahagsvanda eftir hrunið mikla á fjármálamörkuðunum í október 2008. Hver hefur ekki heyrt slagorðið: „Burt með verðtrygginguna – leiðréttum stökkbreytt lán“? Hér er öllu snúið við satt best að segja. Vísitala neysluverðs mælir verðlagsbreytingar. Ef verðbólgan er lítil , hækka verðtryggðu lánin lítið. Ef verðbólgan hverfur þá hækka verðtryggð lán ekki um krónu. Svo einfalt er það. Ef verðbólgan lækkar þá lækka auðvitað verðtryggðu lánin samsvarandi. Ef verðbólgan er mikil hækka lánin hins vegar töluvert og þá í takt við hækkun vísitölu neysluverðs.

Greinin í heild í PDF