Heildareignir til greiðslu lífeyris í árslok 2001 hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda námu alls 22.262 millj.,kr. Eignir sjóðsins uxu um 3.019 millj., kr. eða 15,6%. Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 2001 10,1% eða 1,3% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun var 1,2%.
Fimm ára meðaltal hreinnar ávöxtunar sjóðsins var í árlok 2001 4,8%. Iðgjöld ársins námu 1.276 millj.,kr. sem er 14,1% aukning frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur námu 213,7 og uxu um 25,1% frá árinu á undan. Tryggingafræðileg staða sýnir að eignir umfram áfallnar skuldbindingar námu 26,2% í árslok 2001. Heildarskuldbinding umfram eignir er hins vegar 0,4%. Staða sjóðsins í heild er því neikvæð sem nemur 164 millj., kr. Staða sjóðsins er því áfram traust. Ársfundur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl. 16.00 á Skúlagötu 17 2. hæð.