Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifar pistil í Viðskiptablaðið 8. apríl þar sem hún hvetur til samstöðu þjóðarinnar undir yfirskriftinni „Samstaða um að standa af sér veirufár.“
Í pistlinum greinir Þórey frá aðgerðum lífeyrissjóða vegna faraldursins sem snúa einkum að fjárfestingum sjóðanna, fresti til að greiða af lánum fyrirtækja, útgreiðslum viðbótarlífeyrissparnaðar og innheimtu lægri vanskilavaxta vegna iðgjalda sem fara í vanskil.
Þórey hvetur fólk til að standa saman, segja það upphátt og meina það og hlýða Víði, Þórólfi og Ölmu.