Á opnum fundi fyrir sjóðfélaga og fulltrúaráð Gildis-lífeyrissjóðs nýverið flutti Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, erindi um samspilið milli almannatrygginga og lífeyrissjóða.
Erindið verður endurtekið á hádegisfræðslufundi fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða á Grandhóteli fimmtudaginn 19. desember kl. 12 - 13. Boðið verður upp á léttar jólaveitingar.