Samið um jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóðanna.

Í tengslum við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá því í dag hefur ríkisstjórnin gefið út yfirlýsingu, þar sem stjórnvöld lýsa lýsir sig reiðubúna til samstarfs við Alþýðusamband íslands og Samtök atvinnulífsins um leiðir sem, auk aðgerða á vettvangi lífeyrissjóðanna sjálfra, draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða. Til að vinna að framgangi þessa máls mun forsætisráðherra skipa nefnd fulltrúa stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða.

Verkefni nefndarinnar verði meðal annars að gera tillögur um samræmingu á viðmiðunum til örorkumats í almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfínu hins vegar þar sem fyrst og fremst verði horft til vangetu einstaklinga til að afla sér tekna.

Jafnframt fjalli nefndin um leiðir til að efla starfsendurhæfingu í því skyni að hjálpa einstaklingum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fest rætur á vinnumarkaði eða þurft að hverfa af vinnumarkaði vegna atvinnuleysis eða örorku.

 Áhersla verði lögð á að bjóða einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem litið verði til starfsgetu einstaklinganna. Jafnframt verði kerfíð gert einfaldara og skilvirkara og tryggð betri yfirsýn yfír þau úrræði sem eru í boði hverju sinni.

 Við frekari útfærslu skal meðal annars tekið mið af niðurstöðum nefndar um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir. Ríkisstjórn og aðilar vinnumarkaðarins munu koma sameiginlega að fjármögnun þessara aðgerða sem hafí það að markmiði að sem flestir verði aftur virkir á vinnumarkaði.

 Ríkisstjórnin lýsir því jafnframt yfír að hún er reiðubúin til að greiða fyrir jöfnun á örorkubyrði milli lífeyrissjóða á samningssviði Alþýðusambands íslands og Samtaka atvinnulífsins með framlagi sem svarar til 0,25% af tryggingagjaldsstofni samkvæmt nánari útfærslu milli aðila og komi til framkvæmda á þremur árum, 0,15% 2007, 0,20% 2008 og 0,25% 2009.


Sjá nánar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.