Dr. Olga Rekevsla lektor við Riga Stradins University í Lettlandi flytur fyrirlesturinn í sal Þjóðminjasafnsins 5. desember frá klukkan 14 til 16.
Lífeyriskerfi í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi
Eftir fall kommúnismans voru búin til lífeyriskerfi í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum þremur að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lögð var áhersla á sjálfbærni kerfanna, samtryggingu og þriggja stoða skipulag. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þátt lifeyriskerfanna í fátækt og ójöfnuði tekna nú 30 árum síðar með áherslu á áhrif búferlaflutninga en fjöldi fólks hefur flutt til annarra Evrópulanda. Hún mun einnig fjalla um það hvernig lífeyrisréttindi flytjast á milli landa í Evrópu. Að lokum verður fjallað um lífeyrisréttindi innflytjenda á Íslandi og niðurstöður spurningakönnunar um framtíðaráform innflytjenda frá þessum löndum.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Dr. Olga Rajevska er félagi í Latvian Research Council og European Social Policy Analysis Network.