Örorkumál hjá lífeyrissjóðum og samspil greiðslna
Haldin verður hádegisfræðsla miðvikudaginn 10. janúar kl. 12.00, þar sem Jóna Finndís Jónsdóttir hjá Stapa lífeyrissjóði og Margrét Kristinsdóttir hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fara yfir stöðu örorkumála hjá lífeyrissjóðum og hvernig samspil greiðslna er á milli lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar.
Hádegisfræðslan verður eingöngu á fjarfundi og er skráning nauðsynleg.
Í erindi Jónu Finndísar verður farið yfir þann mun sem er á mati á örorku innan lífeyrissjóða og TR, hvernig tekjutengingar virka og skoðuð er víxlverkun greiðslna. Erindi Margrétar ber yfirskriftina Örorkulífeyrir, tækifæri og áskoranir og er þar farið yfir núverandi fyrirkomulag örorkumála og áform stjórnvalda um endurskoðun örorkulífeyris frá almannatryggingum/TR og samspil greiðslna milli TR og lífeyris frá lífeyrissjóðum. Erindin fluttu þær á sameiginlegum fundi ASÍ og SA í byrjun desember sl. þar sem lífeyrismál voru til umfjöllunar.
.