Festa stendur fyrir veglegri ráðstefnu í tilefni af 10 ára afmæli sínu sem er opin öllum án endurgjalds.
Ráðstefnunni verður streymt á miðla Festu og á nokkrum helstu fréttamiðlum landsins.
Yfirskrift ráðstefnunnar er The Great Reset eða Nýtt upphaf í anda áherslna hjá leiðandi stofnunum eins og Alþjóðaefnahagsráðsins e. World Economic forum og B Team sem eru leiðandi í þeim umbreytingum sem þurfa að verða á viðskipta- og stjórnunarháttum á heimsvísu.
Meðal fyrirlesara er Halla Tómasdóttir forstjóri B Team, Nicole Schab framkvæmdastjóir Nature Based Solutions hjá Alþjóðaefnahagsráðinu, John McArthur, forstjóri miðstöðvar um sjálfbæra þróun hjá Brookings stofnuninni, Michele Wicker - metsöluhöfundur og stofnandi Gray Rhino company og Sasja Beslit, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin bankanum í Sviss.
Þá mun Rakel Eva Sævarsdóttir kynna niðurstöður könnunar sem Deloitte lét gera meðal 300 fyrirtækja á Íslandi um aðgerðir og skilning stjórnenda á loftslagsmálum.
Loks munu leiðtogar úr íslensku atvinnulífi rýna í Nýtt upphaf í pallorðsumræðum.