Námskeiðin verða í staðnámi og/eða fjarnámi eftir því sem aðstæður leyfa.
Hvernig geta lífeyrissjóðir verið samfélagslega ábyrgir fjárfestar 20. apríl kl. 15.00 – 18.00.
Leiðbeinandi er Kristján Geir Péturson hjá Birtu lífeyrissjóða.
Fjallað verður um kröfur um samfélagsábyrgð fyrirtækja og stofnana sem fara vaxandi og álitaefni þeim tengd eru fjölmörg. Lífeyrissjóðir hafa margir tekið upp reglur um siðferði og samfélagsábyrgð í starfsemi sinni og ber sjóðunum nú lagaskylda að setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingum.
Tryggingafræðilegt mat 5. maí kl. 15.00 – 18.00.
Leiðbeinandi er Bjarni Guðmundsson, cand. act, tryggingastærðfræðingur og eigandi Tryggingafræðistofu BG.
Fjallað verður um forsendur og aðferðafræði við gerð tryggingafræðilegs mats lífeyrissjóða og helstu áhrifa- og óvissuþætti því tengda.